Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Hafði síðasta ríkisstjórn umboð?
21.2.2014 | 20:27
Hvaða umboð hafði Árni Páll Árnason, þingmaður, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og félagar hans í síðustu ríkisstjórn til að leggja fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að ESB? Jú, þeir höfðu fullt umboð til þess enda með þingmeirihluta.
Þar af leiðir að ný þingmeirihluti hefur sama umboð til að afturkalla aðildarumsóknina. Allt tal Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, er marklaust hjal. Eða hafði síðasta ríkisstjórn var klofin í málinu umboð.
Hafa ekki umboð til að ákveða þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þetta fer beint í skaupið um næstu áramót.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 21:34
Fyrrverandi stjórn hafði ekki umboð forseta til vegferðarinnar pg brutu 17. Grein stjórnarskrárinnar. Þeir höfnuðu því að biðja þjóðina um þetta umboð enda voru rúm 70% andvíg á þeim tímapunkti samkvæmt skoðanakönnunum.
Árni kemst upp með að fara með staðlausa stafi, þegar hann prédíkar fýrir litla kórnum sínum, en tveir þriðju þjóðarinnar sjá í gegnum það.
Þetta upphlaup er einungis til heimabrúks, enda myndi samfylkingin þurrkast út á einni nóttu ef eúrofílanna nyti ekki við á þeim bæ.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2014 kl. 23:18
Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumálum. Hún lagði fram þessa þingsályktunnartillögu: "Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010".
Og hverjir sögðu nei ? Það er hér að neðan !
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.
Þetta lið á listanum hér fyrir ofan sem enn er á þingi ætti auðvitað að segja af sér allt með tölu og fara síðan heim til sín og skammast sín til æviloka.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 22.2.2014 kl. 00:11
Grundvöllur árangursríkra samninga er einmitt sá að samningsaðilinn hafi sem sterkasta umboðið frá bakhjörlum sínum til athafna. Þetta var ekki fyrir hendi og t.d. Svavar var algerlega úr tengslum við kjósendurna eins og í gamla daga.
En erfiðust eru innanbúðarmálin, sem sjást augljóslega á lista Sigurjóns hér að ofan (takk). Að Þorgerður Katrín, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skuli hafa neitað okkur um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB- viðræðna situr enn sem biti þvert í hálsi sem erfitt er að kyngja.
Ívar Pálsson, 22.2.2014 kl. 09:14
Afsakið að ég minntist á Svavar hér í óskyldu máli, hann bara kom í hugann þegar hugsað er til baka til þessa eymdartímabils hjá Íslensku þjóðinni!
Ívar Pálsson, 22.2.2014 kl. 09:19
Rett hjá ljóninu rauða og vel að merkja að í tvígang hafnaði þetta lið því að málið yrði borið undir þjóðina. Fyrst þegar ákveðið var að fara í þessa skógarferð og svo aftur þegar Vigdís vildi fá umboðið staðfest. Tvisvar þótti þessu fólki tilhlýðilegt að þjóðinni kæmi málið ekkert við, jafnvel þótt af öllum skoðanakönnunum mætti vera ljóst að þjóðin var afgerandi á móti þessu og kannski var það einmitt þessvegna sem ákveðið var að sniðganga þann vilja. Tvisvar. Svo það sé nú vel undirstrikað.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2014 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.