Hús og götu skapa ekkert, en það getur fólk gert

Hús skipta litlu máli. Þau skapa ekkert. Mestu máli skiptir fólkið, hugmyndir þess og fyrirætlanir.

Þetta sagði góður vinur og samstarfsfélagi, Baldur Valgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra. Margir voru svo vinsamlegir að benda honum á að hér og þar í landshlutanum stæði autt atvinnuhúsnæði sem hægt væri að koma í brúk með litlum sem engum fyrirvara. Baldur brosti jafnan og útskýrði fyrir viðkomandi að húsnæði skapaði í raun og veru ekki neitt og spurði síðan hvað viðmælandi gæti hugsað sér í þetta húsnæði. Jafnan var fátt um svör.

Götur skapa ekkert frekar en hús. Hins vegar er það alveg rétt að snyrtilegt umhverfi getur dregið að góð fyrirtæki, rétt eins og sum hús kunna að falla að ákveðnum atvinnurekstri.

Svo er það annað mál og tengt að borgin lítur hræðilega illa út eftir fjögurra ára stjórn flokka Jóns Gnars og Dags B. Ég er ekki viss um að fyrirtækjaeigendur í miðborginni kunni þeim miklar þakkir fyrir þessi ár.


mbl.is „Með flottari götum í bænum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband