Þarf að láta minna fara fyrir fötluðum?

Á meðan ég beið eftir henni kemur þessi ákveðni starfsmaður og ég taldi í einfeldni minni að hann ætlaði ef til vill að bjóða mér að fara niður í hléinu en svo reyndist hreint ekki vera. Áður en ég vissi af hafði hann snúið hjólastólnum á hlið og sagði um leið að það færi minna fyrir mér svoleiðis á meðan fólkið væri á ferð í hléinu.

Þetta skrifað ung kona, Fanney Sigurðardóttir, í Morgunblaðið í morgun. Ekki þekki ég hana en tók eftir því að hún kann vel að skrifa, ritar gott mál og segir vel frá og skipulega.

Þó Fanney sé bundin í hjólastól á hún og þarf að komast það sem ófatlaðir gera. Hins vegar eru margvíslegar hindranir eru í veginum, bæði í byggingum og ekki síst virðist viðhorf ófatlaðra vera til mestra vandræða. Þetta kemur berlega fram í ofangreindri tilvitnun.

Konan fór á tónleika í Háskólabíói og þá er ýtt við henni svo ófatlaðir geti auðveldar komist leiðar sinnar. Þetta er alveg ótrúlegt viðhorf starfsmanna bíósins eða tónleikanna. Í þokkabót fékk hún ekki einu sinni sæti eins og annað fólk:

Þegar upp var komið tók við milligólf og stúka fyrir ofan og neðan. Ég hélt að ég yrði við enda annarrar stúkunnar og vinkona mín við hliðina á mér, en svo var ekki. Starfsmaðurinn sagði okkur að við ættum að vera á þessu milligólfi og vinkona mín var sett á eldhússtól við hliðina á mér. Hvorug okkar fékk því í raun það sem við borguðum fullt verð fyrir, þ.e. sæti.

Þetta er vond saga og öllum til hnjóðs. Ótrúlegt hvernig komið er fram við fólk og því sýnd að því er virðist takmarkalaus óvirðing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband