Er engin landafræðiþekking á Fréttablaðinu?

Jöklar2

Tvennt eiga fjölmiðlar að hafa á hreinu. Annars vegar að geta ritað eða talað nokkurn veginn skammlaust mál og hins vegar að fara rétt með landafræðina. Hið síðarnefnda flækist fyrir flestum fjölmiðlum.

Í Fréttablaði dagsins er frétt um hnignun skriðjökla og þar getur blaðamaðurinn ekki einu sinni druslast til að staðsetja jöklanna rétt á korti sem fylgir fréttinni og í ofanálag kann hann ekki að rita nöfn sumra þeirra. Kortið fylgir hé með og ég hef gert leiðréttingar á því með rauðu.

Af tíu jöklum eru sex kolrangt staðsettir og tveir ranglega ritaðir.

Þeir sem eru illa að sér í landafræði og skilja lítt íslenskt mál átta sig ekki á því að Tungnaá er rituðu eins og hér er gert. Rangt er að sleppa „a-inu“. Sama er auðvitað með jökulinn sem dregur nafn sitt af fljótinu. Á sama hátt skiptir „a-ið“  öllu máli þegar nafn Skógaár er ritað.

Prófarkarlestur skiptir gríðarlega miklu í útgáfustarfi. Eitt er að skrifa rangt og búa til villandi kort en annað er birta slíkt og þess vegna er mikilvægt að einhver lesi yfir texta, lagi málfar, stafsetningu og kanni hvort kortin séu rétt.

Efnislega var þó fréttin í Fréttablaðinu nokkuð áhugaverð enda þar rætt við Odd Sigurðsson, jarðfræðing, sem er hafsjór af fróðleik um jökla landsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Of margir fjölmiðlamenn og konur tala og skrifa vitlaust,staðreyndavillur og landafræðin í molum á stundum,gott dæmi er að á hverju kvöldi fáum við að heyra í sjónvarpi og útvarpi að eitthvað sé á MORGUMM!

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 20.2.2014 kl. 13:15

2 Smámynd: Þorkell Guðnason

"...enda þar rætt við Odd Sigurðsson, jarðfræðing(a),"

Finn svolítið til með þér. Það er eins og klaufavillur poti sér inn í "alla" athugasemdatexta um málfar og stafsetningu.

Þorkell Guðnason, 20.2.2014 kl. 17:45

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

,Morgumm“, þetta er þekkt, Kristján.

Þorkelli, maður er bara ekki skárri en þetta. Sko, leiðréttingaforrit eins og Púki lagar ekki rétt stafsett en í röngu samhengi. Lengra er tölvutæknin ekki komin hvað þá ég! Bestu þakkir fyrir ábendinguna, Þorkell.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.2.2014 kl. 17:59

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gott framtak að leiðrétta þetta. Grafíkerinn hefur kannski haldið að rétt staðsetning skipti ekki öllu máli þar sem almenningur þekkir hvorki haus né sporð á þessum jöklum.

Emil Hannes Valgeirsson, 20.2.2014 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband