Skýrslan staðfestir málflutning andstæðinga aðildar að ESB

Morgunblaðið birti í morgun frétt um skýrslu hagfræðistofnunar HÍ um stöðu viðræðnanna við ESB. Þar virðist ekkert nýtt koma fram. Á margt hefur verið bent hér í þessum pistlum, enn meira á vefnum Evrópuvaktin, Vinstri vaktinni gegn ESB, á bloggsíðunni Tilfallandi athugasemdir sem Páll Vilhjálmsson ritar svo nokkrir vefir sem eru andstæðir aðildinni séu nefndir.

Kjarni málsins er einfaldlega sá að Íslands sótti um aðild að ESB en ekki öfugt. Í ljósi þess gengur íslenska ríkið undir stjórnarskrá sambandsins (ekki öfugt!). Varanlegar undanþágur fást ekki frá henni, aðeins tímabundnar leiki vafi á því að umsóknarríkið geti umsvifalaust tekið upp reglur ESB.

Íslenska þjóðin byggir tilvist sína á stóru auðlind sinni sem er hafið. Verði af inngöngu fær ESB ákvörðunar- og raunar umráðarétt yfir fiskimiðunum. Hér er ágætt að vitna til Evrópuvaktarinnar en þar segir um skýrslu hagfræðistofnunar:

 

  • Hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðarmála.
  • Ólíklegt er að hægt sé að sækja um varanlega undanþágu á takmörkunum á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum en hugsanlega mætti fá tímabundnar undanþágur.
  • Óvíst er að hægt yrði að setja hömlur á framsal aflaheimilda til annarra en Íslendinga og íslenzkra fyrirtækja.
  • Samningaumboð við lönd utan ESB um veiði úr deili- eða flökkustofnum er í höndum ESB en ekki einstakra ríkja
  • „...ljóst að ekki væri hægt að fá undanþágu frá ákvæðinu um að heildarafli í helztu veiðum skuli ákvarðaður formlega á vettvangi Evrópusambandsins, þrátt fyrir að lögsaga Íslands yrði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði.“
  • Nánast öruggt að Ísland geti ekki samið sig frá algjöru banni við hvalveiðum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband