Guðbjartur þingmaður er aumingjagóður - við forstjóra

Margir kippast við og glenna upp augun þegar Samfylkingarþingmaðurinn Guðbjartur Hannesson, ræðir um launamál. Reynsla hans af þeim málaflokki er víðfeðm. Hann tók að sér fyrrverandi forstjóra Landspítalans og veitti honum um hálfa milljón í launahækkun svo sá gæti tekið að sér skurðstofuverkefni til viðbótar við forstjórastarfið. 

Óþekkt er að afskipti ráðherra af launamálum njóti 100% ánægju og fylgis launþega. Forstjórinn var sáttur og ráðherrann enn sáttari og mátti ekki á milli sjá hvor væri glaðari. Aðrir voru svona frekar óánægðir. Þeirra á meðal voru sjúkraliðar á spítalanum, hjúkrunarfræðingar, læknar og allir aðrir. Guðbjartur skilur ekki enn hvers vegna.

Nú velta þeir fyrir sér sem kipptust við og glenntu upp augun er Guðbjartur þingamaður tók til máls, hvort hann muni leggja til að laun fleiri aðila en forstjóra væru lögfest. Sumir nefna laun seðlabankastjóra, sem lengi hefur kvartað undan kjörum sínum og telur sig illa svikinn af Jóhönnu fyrrverandi forsætisráðherra.

Svo aumingjagóður er Guðbjartur þingmaður við illa launaða forstjóra að hefði hann orðið formaður Samfylkingarinnar og því næst forsætisráðherra hefði hann ábyggilega huggað Seðlabankastjóra og aðra ríkisforstjóra. Hins vegar var honum sparkað úr ráðherrrastól og stórum hluta Samfylkingarinnar af þingi. Guðbjartu skilur enn ekki hvers vegna það gerðist. Því leggur hann fram tillögu um lögfestingu lágmarkslauna. 


mbl.is Skoðað verði að lögfesta lágmarkslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kaupmáttarverðtryggða lágmarksframfærslu.

Annars hvað...?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2014 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband