Hver var nú glćpurinn í Gálgahrauni?
30.1.2014 | 09:37
Ekki verđur séđ ađ ţađ sé brýnt forgangsverkefni lögregluyfirvalda ađ ákćra borgara landsins fyrir friđsamleg mótmćli. Vafalaust hefur ţađ veriđ tímafrekt fyrir lögreglu ađ ţurfa ađ mćta ítrekađ í Gálgahraun til ađ bera mótmćlendur af svćđinu, en er ekki óţarfi ađ láta ólundina vegna ţessa leiđa til ákćru?
Ţannig byrjar Kolbrún Bergţórsdóttir, blađamađur á Morgunblađinu, afar góđa grein í dálknum Pistill í blađinu í morgun. Hún rćđir um ákćrurnar gegn mótmćlendunum í Gálgahrauni, ţessum sem ekki fóru ađ fyrirmćlum lögreglu.
Yfirleitt er ţađ ţannig ađ okkur ber ađ fara eftir ţví sem lögreglan segir, hún er valdiđ og hefur undir vissum kringumstćđum leyfi til ađ taka á borgurunum. Kolbrún bendir hins vegar á muninn á friđsamlegum mótmćlendum í Gálgahrauni og fólki í búsáhaldabyltingunni svo er oft nefnd.
Samkvćmt orđum Kolbrúnar er stađreyndin ţessi og undir ţađ má međ henni:
Mótmćlendur í Gálgahrauni veittust ekki ađ lögreglumönnum, köstuđu ekki í ţá steinum eđa hrópuđu ađ ţeim svívirđingar, eins og fólk gerđi í búsáhaldabyltingunni og komst upp međ ţađ. Ţetta fólk sat á steini úti í hrauni eđa lá ţar í makindum og neitađi ađ fćra sig, sem var óneitanlega óţćgilegt fyrir ţá sem unnu ţar ađ framkvćmdum. Lögreglan mćtti svo á svćđiđ og bar fólk burt međan ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn fjölmiđla kepptust viđ ađ ná sem bestum myndum.
Glćpur fólksins í Gálgahrauni er á máli lögreglunnar ađ brjóta gegn valdsstjórninni. Vissulega var fariđ gegn skipunum hennar. Yfirstjórn hennar er međ ólund enda fengiđ afar slćma kynningu vegna međferđar á mótmćlendunum. Hún heldur ađ lögsókn gegn friđsömum mótmćlendum lagi stöđuna eitthvađ. Ţví miđur er ţađ ekki svo. Ţví meir sem hún spriklar sekkur hún dýpra í kviksyndiđ.
Löggan veit ađ ef máliđ heldur áfram og fer fyrir dóm verđur niđurstađan létt áminning og skilorđsbundinn dómur nema ţví ađeins ađ málatilbúnađurinn ónýtist og málinu verđi vísađ frá. Dómurinn verđur aldrei sú fyrirbyggjandi ađgerđ sem venjulega liggur til grundvallar ákćru saksóknara.
Svo er ţađ hitt ađ lögreglan er í vanda. Hún hefur áttađ sig á ţví hversu heimskuleg ţessi lögsókn er en getur ekki bakkađ út úr henni.
Samanburđurinn á mótmćlendum í Gálgahrauni og grjótkösturum, brennuvörgum og ofbeldismönnum á Austurvelli haustiđ 2008 er mikill. Ţess vegna er ţađ mikil ávirđing á lögregluna ađ hengja Gálgahraunsfólkiđ en láta glćpahyskiđ sleppa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţađ var fáránlegt ađ loka umferđ venjulegra borgara um Álftanesveg, koma međ 60 manna flokk lögreglumanna í skotheldum vestum međ gasbrúsa, handjárn og kylfur í fylgd stćrsta skriđbeltatćkis á Íslandi, sem sást bara ţennan eina dag ţarna, ţegar ţađ nćgđi ađ bera mig og ađra sem ekki hreyfđum legg né liđ "um set" og láta ţar viđ sitja.
Hvađ ţá ađ fara međ okkur inn í lögreglubíl, neita okkur um ađ spenna bílbelti og fćra okkur í fangaklefa.
Međ ţessu var brotin lagaregla um međalhóf, sem lögreglunni ber ađ fara eftir.
Ómar Ragnarsson, 30.1.2014 kl. 11:03
Ţetta mál er lögreglu og yfirvöldum til háborinna skammar og eins og Kolbrún bendir á, ţeir geta ekki bakkađ út núna, ţađ hlýtur ađ svíđa inn ađ beini.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 30.1.2014 kl. 11:44
Međ lögum skal land byggja/er ţađ ekki?
19. gr. laganna, međ ţví ađ hafa “ [...] neitađ ađ hlýđa ítrekuđum fyrirmćlum lögreglu um ađ flytja sig um set [...]“ .
=Lögreglan er bara ađ vinna sína vinnu.
=Ef fólk er eitthvađ ósátt ţá ćtti fólk ađ flykkja sér um AĐRA STJÓRNMÁLAFLOKKA sem hafa ađra stefnu í ţessu máli; er ţađ ekki?
Jón Ţórhallsson, 30.1.2014 kl. 12:26
Grein Kolbrúnar ber međ sér ađ hún telur beinlínis ađ sumir ţegnar ţjóđfélagsins ţurfi ekki ađ fara ađ fyrirmćlum lögreglu.Hún telur upp ţá elítu sem hún telur yfir lög landsins hafin.Ţetta er miskilningur hjá Kolbrúnu og fleirum ađ einhverju máli skipti ađ fólk sé rithöfundur, listmálari,prófessor,eđa heiti Ómar Ragnarsson,Kolbrún Bergţórsdóttir,Sigurđur Sigurđarson eđa eitthvađ annađ,sé kona en ekki karl, sé gamall en ekki ungur, kalli sig hraunavin, eđa hundavin,umhverfisverndarmann eđa óvin náttúrunnar.Allir skulu jafnir fyrir lögum samkvćmt stjórnarskrá.Fólkiđ sem var ađ koma í veg fyrir framkvćmdir var ekki handtekiđ vegna ţess ađ ţađ var ađ mótmćla.Ţađ var handtekiđ vegna ţess ađ ţađ var ađ leggast fyrir vinnuvélar og stöđvađi međ ţví framkvćmdir. Ţađ veitir engum forgang ađ stöđva vinnu ađ hann kalli sig moldar, eđa álfavin og sé smásagnarithöfundur.
Sigurgeir Jónsson, 30.1.2014 kl. 18:07
Ekki gleyma ţátttakendum í búsáhaldabyltingunni, Sigurgeir. Hvers vegna voru ţeir ekki kćrđir sem til dćmis slösuđu fólk og skemmdu eignir í opinberri- og einkaeigu?
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.1.2014 kl. 20:29
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.