Hvar í ósköpunum er þetta Drekavatn?

Drekavatn

Hvar er Drekavatn þar sem varð óhapp eða slys. Jú, það er rétt sem kemur fram í fréttinni að það er austur af Þórisvatni, en vatnið er stórt. Drekavatn er hins vegar frekar lítið og er norðan við Veiðivötn.

Þetta sést allt vel á meðfylgjandi korti.

Fyrir blaðamann sem þekkir ekki til staðhátta tekur ekki langan tíma að fletta því upp hvar Drekavatn er og síst af öllu að birta lítið kort með svona frétt. Kortið skiptir nefnilega öllu máli.

Kortið sem ég birti hér er fengið hjá Landmælingum Íslands og ég sett inn á það helstu örnefni. Vegir og slóðar eru merktir með raunum og gulum lit. Drekavatn er nær því efst á kortinu fyrir miðju.

Nú ættu allir að vita hvar Drekavatn er. Það tók mig örfáar mínútur að klippa út þetta kort. Fyrst ég get gert þetta hlýtur Mogginn að geta þetta og örugglega miklu betur. Hvers vegna gerir hann það þá ekki? 

Þess má geta að í nágrenni Drekavatns voru nokkur skot tekin í myndina Oblivion með Tom Cruse. 


mbl.is Björgunaraðgerð á Drekavatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband