Ökumaður jeppans á Mars
22.1.2014 | 11:09
Víða um lönd eru fólk sem er agndofa yfir myndum frá Mars. Þetta er ekki mynd af krossi, ekki af pýramída ekki af andliti mótað í fjall heldur virðist þetta vera lítill steinn, alveg örsmár. hann ku ekki hafa verið á þessum sama stað hálfum mánuði fyrr.
Þetta lið hjá NASA stígur nú ekki beinlínis í vitið. Auðvitað er þetta ekki steinn heldur samankuðlað bréf sem ökumaður jeppans henti út um gluggann í kæruleysi sínu, líklega umbúðir utan um Mars súkkulaði.
Nú kann einhver að hlægja að þessu en ég bið hina sömu að athuga hvort jeppinn þeirra hafi sjálfstýringu. Eða hvort þeir viti til þess að hægt sé að fjarstýra jeppa í milljónum kílómetra fjarlægð. Nei, það er ekki hægt. Þess vegna þarf ökumann.
Ónei. Auðvitað er ökumaður á jeppanum og hér er mynd af honum. Myndin var tekin þegar hann var í vaktafríi á jörðinni og er þarna að skoða myndirnar úr síðustu vinnuferð. Hann heitir Scott Maxwell og er launþegi hjá Nösu. Ég vona að ég sé ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli hér. Allir vita þetta, jafnvel Snowden.
Dularfullur steinn birtist á Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver skildi t.d. hafa tekið þessa mynd?
Myndin er tekin í 2-3 m. fjarlægð frá jeppanum og þeir hafa náð mynd af öllum jeppanum.
https://www.facebook.com/profile.php?id=100005055038015&sk=photos#!/photo.php?fbid=125230597655441&set=pb.100005055038015.-2207520000.1390399095.&type=3&theater
Jón Þórhallsson, 22.1.2014 kl. 14:04
Jón, segðu það bara hreint út: Ökumaðurinn tók myndina.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.1.2014 kl. 14:16
Hver skildi t.d. hafa tekið þessa mynd? (Betri útgáfa).
Myndin er tekin í 2-3 m. fjarlægð frá jeppanum og þeir hafa náð mynd af öllum jeppanum.
http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/geimferdir/curiosity-mars-science-laboratory/
Síðan hlýtur að þurfa gríðarlega sólarorku til að knýja þennan járnhlunk áfram ég tala nú ekki um ef að jeppinn er að taka borsýni; og það virðist vera frekar skýjað, alla vega þar sem að þessi mynd er tekin.
Jón Þórhallsson, 22.1.2014 kl. 14:19
Svo ég sé nú alveg heiðarlegur þá spurðist ég fyrir um þessa mynd hjá Stjörnufræðivefnum þann 10.2.2013 kl. 21:04 og hljóðaði fyrirspurnin svona:
„Glæsilegar myndir sem birtast með þessum pistli og afskaplega fræðandi blogg. Þegar ég var að skoða neðstu myndina, af jeppanum, stækkaði þær mikið og rýndi í, þá vöknuðu tvær spurningar. Sú fyrri er hvernig myndin var tekin þar sem engin sjáanleg tengsl eru frá myndatökustað og að jeppanum. Sú seinni er um skugga á myndinni. hvernig stendur á því að skugginn á því hjóli fellur þvert á þá stefnu sem skugginn á hjólinu lengst til vinstri hefur? Persónulega er ég þess fullviss að maður hafi verið sendur með jeppanum til Mars og hann hafi tekið myndina og notast við tvo ljóskastara sem ekki sjást. Að sjálfsögðu geri ég ekki kröfu til að Stjörnufræðivefurinn viti neitt um þennan leyndardómsfulla ljósmyndara.“
Auðvitað fékk ég strax greinargott svar, eins og aðstandendum þessa vefs er von og vísa. Og þeir sögðu:
„Dularfulli ljósmyndarinn er jeppinn sjálfur, þ.e.a.s. MAHLI myndavélin á armi jeppans. Til að taka mynd af sjálfum sér með þessari myndavél þarf hann að taka 55 ljósmyndir því upplausnin er svo mikil. Milli hverrar myndar þarf armurinn að færa myndavélina örlítið til. Þetta tekur tíma svo það er líklegt að skuggar breytist lítillega aðeins á milli mynda. Þetta er útskýrt betur í þessu myndsekiði frá JPL http://www.jpl.nasa.gov/video/index.php?id=1171.“
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.1.2014 kl. 14:31
Það er samt eitt við þetta video og þessa mynd.
Hver tók mynd af MYNDAVÉLINNI sjálfri sem sést hægramegin við hjólið sem er "næst okkur"..
?¿?
Davíð, 22.1.2014 kl. 15:34
þetta átti að sjálfsögðu að vera "vinstra megin"
Davíð, 22.1.2014 kl. 15:35
Var Lagarde-Alþjóðabanka-kúgunarstjórinn ekki bara í smá skemmtiferðarfríi? Alþjóðabankinn borgar, samkvæmt siðareglum almættisins algóða og alvalda!
Það er nú heldur betur farið að fjúka í skjólin fals-kristnu.
Páfinn í Róm er á framfærslu hjá mafíu-undirheima-skattasvika-skjólum heimsveldis-valdamikilla og siðblindra glæpamanna. Stjórnað frá heimveldis-píramída-spillingartoppnum.
Sameinuðu-Þjóða-höfðinginn neitar Íran um aðkomu að friðarviðræðum? Í hvers umboði er hægt að neita þjóð jarðar aðkomu að friðarsamningum?
Við þurfum ekki að fara til Mars né Tunglsins, til að verða hissa á siðblindu-brenglun Alþjóðabanka heimsveldisins falskristna.
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2014 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.