Fyrri ríkisstjórn Íslands laug að þjóðinni um ESB

Í skýrslu Evrópuþingsins í apríl 2011 var umsókn Íslands fagnað en bent á að nokkur ljón stæðu í veginum: Icesave, hvalveiðar (sem eru bannaðar af ESB), og löngun Íslendinga til að verja sjávarútveg og landbúnað. Evrópuþingið hvatti Íslendinga til að laga lög um fiskveiðar að reglum innri markaðar Evrópusambandsins, meðal annars á sviði fjárfestinga. En jafnframt var bent á að Ísland hefði farið fram á að halda „hluta“ [some control] af stjórnun fiskveiða.

Aðeins tvær skýringar eru á því að Evrópuþingið taldi að Íslendingar óski aðeins eftir að halda „hluta“ af stjórnun fiskveiða en ekki fullum yfirráðum. Annaðhvort misskildu þingmenn Evrópuþingsins aðildarumsóknina (og þar með hefur umsókn Íslands verið byggð á misskilningi) eða að fyrrverandi ríkisstjórn kom ekki hreint fram hvorki gagnvart Evrópusambandinu eða íslenskum almenningi.

Ofangreindar upplýsingar koma fram í grein Óla Björns Kárasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins í grein undir fyrirsögninni „Tímaeyðsla sem dregur úr trausti og trúverðugleika“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar fjallar hann um ESB og nefnir aðlögunarviðræður.

Óli Björn er ekki þekktur fyrir dómhörku, miklu frekar er hann málefnalegur og vandar greinaskrif sín. En það eru einmitt undan slíkum sem menn kvarta háværast enda sannleikurinn oftast sár og bitur þeim sem fara illa með hann. 

Nógu mikið er vitað um vinnubrögð síðustu ríkisstjórnar meðal annars um aðildarumsóknina að ESB. Að skaðlausu við ofangreint hefði Óli Björn getað nefnt eftirfarandi:

  1. Ríkisstjórn Íslands laug að því þjóðinni um að hægt væri að semja um aðild Íslands að ESB og láta eins og Lissabon sáttmálinn kæmi málinu ekki við.
  2. Ríkisstjórn Íslands laug því að þjóðinni að aðlögunarviðræðurnar væru samningaviðræður og hélt því einnig fram að aðlögunarviðræður væru ekki til.
  3. Ríkisstjórn Íslands laug því að þjóðinni að hægt væri að ná því sem hún nefndi samningsmarkmið en þau voru ekki til heldur samin jafnóðum af einhverjum öðrum en Alþingi.
  4. Ríkisstjórn Íslands laug því að þjóðinni að hægt væri að semja um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál á forsendum þjóðarinnar. Hafi verið ætlunin að semja vissi hún ekki einu sinni um hvað það ætti að vera.
  5. Ríkisstjórn Íslands laug því að þjóðinni að hægt væri að ná samningum eins og Norðmönnum stóð til boða og Finnum og Svíum. Hún nefndi það ekki að þessir samningar voru samkvæmt gömlum reglum um aðild..

Og nú standa þeir upp sem stóðu að fyrri ríkisstjórn og ljúga því að þjóðinni að hægt sé að halda áfram aðildarviðræðum án þess að þær endi með því að við göngum inn í ESB.

Aðildarviðræður eru ekki til. Þetta voru aðlögunarviðræður sem teknar eru upp þegar ríki ákveður að taka ganga inn í sambandið. Prufuvirðæður eru hins vegar ekki til, prufuaðild ekki heldur og prufusamningar ekki heldur. 

Allt tal um að hægt sé að gera samninga um aðild að ESB kemur annað hvort frá þeim sem halda vilja sannleikanum frá íslensku þjóðinni eða þeim sem hafa enga þekkingu á reglum um aðlögunina eins og ESB vill hafa hana. Ég hallast helst að því fyrrnefnda og á hreinni og útúrsnúningalausri íslensku kallast slíkt lygi.

Óli Björn segir þetta um núverandi stöðu mála: 

ESB-sinnar telja það betur fallið til árangurs að klæðast nú búningi „viðræðusinna“, þó að markmiðið sé eftir sem áður það sama hjá flestum: Að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband