Ómögulegt framhjáhald fyrst hjólið er ítalskt ...

Virðulegi ráðherra, það gladdi okkur mjög að sjá að forseti lýðveldisins færi ferða sinna sjálfur á þriggja hjóla vélhjóli. Það dró þó aðeins úr gleði okkar að sjá að vélhjól forsetans ber erlent vörumerki,“ segir í upphafi bréfsins. Hvað sem því líði að litið sé á þriggja hjóla vélhjól frá Piaggio sem fremst á markaðnum megi ekki gleyma að Peugeot veiti ítalska fyrirtækinu harða samkeppni. Árið 2013 hafi Peugeot sent á markað hjólið Metropolis sem hafi verið „vel tekið af neytendum sem sé annt um made in France“. Hjólið hafi meira að segja fengið viðurkenninguna Origine France garantie frá samtökunum Pro France.

Sumir eru þannig gerðir að þeir hnjóta um alla mögulega ásteitingssteina. Björn Bjarnason segir á Evrópuvaktinni að nú séu Frakkar frekar óhressir með að forseti landsins hafi ekið til hjákonu sinnar á ítölsku hjóli en ekki frönsku ... eins og sjá má í ofangreindri tilvitnun.

Þetta er auðvitað alveg kostulegt. Hið eina sem bréfritarinn, Wilfried Hemmerle umboðssali fyrir Peugeot sér athugunarvert við framkomu sósíalistans Hollande, Frakklandsforseta er að fararskjótinn er ekki franskur. Hvað skyldi nú hafa gerst ef viðhaldið væri af einhverju öðru þjóðerni en frönsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband