Friðarins menn, þeir Don Corleone og Skúli Eggert ...

Don Corleone

Þeim hjá Mafían ehf. þótti það tíðindum sæta að 80% nýting var á skilum eftir að rukkararnir hættu að nota hnífa og hafnaboltakylfur og tóku að brúka Glock 17 skammbyssur. Og þeir hleyptu aldrei af skoti sem er svooo gleðilegt. Dan Corleone var gríðarlega ánægður og lýsti því yfir á blaðamannafundi að friðsöm innheimtustörf væru framtíðin ... en það væri auðvitað undir greiðendum komið hvort skoti yrði hleypt af.

Don Corleone var spurður að því hvort glæpur væri í eðli sínu friðsamur en fékk ekki svar enda fréttamannafundinum lokið. Útkastarinn beindi þeim orðum til blaðamannsins að hann ætti ekkert að velta þessu fyrir sér heldur birta fréttatilkynninguna orð fyrir orð ... „Þetta er ekki beiðni“, bætti hann vinsamlega við.

Þeir félagar hjá Ríkisskattstjóra ehf. hafa aldrei verið ánægðari með skil á ársreikningum. Eftir að hætt var að hóta nær endalaust og fjármálaráðherra lét setja í lög þetta um ábyrgð stjórnarmanna, fébætur og fangelsisdóma svo ekki sé talað um fjölgun útkastara hjá stofnuninni færðist allt á betri veg. Skúli Eggert Þórðarson, forstjóri Ríkisskattstjóra ehf. er núna hamingjusamur maður og lýsir því yfir í fjölmiðlum að friðsamar þvingnaraðferðir séu framtíðin ... en það byggist auðvita á viðskiptavinunum hvort friðurinn haldist.

Skúli Eggert Þórðarson var spurður að því hvers vegna fyrirtæki þyrftu að skila inn ársreikningum. Hann svaraði því til að það væri ekki hans mál, hann ræki bara erindi fyrir fjármálaráðherra. Blaðamaðurinn lagði ekki í að spyrja frekar út í málið, aldrei að vita nema hafnarboltakylfa væri geymd úti í horni. Hann langaði svo sem að spyrja hver vegna ekkert sé að marka ársreikninga sem sendir eru til Ársreikningaskrár.

Það skal tekið fram að maðurinn hægra megin á myndinni er ekki Skúli Eggert Þórðarson heldur sjálfur Don Corleone, glaður í bragði. Þeir eru þó ekkert ósvipaðir, takið til dæmis eftir vísifingrinum.


mbl.is Skil á ársreikningum aldrei betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband