Og enn er maður barn ...

IMG_0001Hér er ágætt að það komi fram að ég er genginn í barndóm. Ástæðan er einföld, ég nýt þess að eiga barnabörn. Til einskis er ég nýtur til annars að passa þau þegar foreldrarnir eru í önnum annars staðar og það gerist oft í desember. Það eru björtu hliðar tilverunnar.

Stundum er ég við pössun heima hjá stelpunum en æ oftar koma gista þau hjá mér og þá fer allt á hvolft. 

Þær leggja undir sig íbúðin eins og bera enga ábyrgð, hlaupa um og hasast eins og æskan blæs þeim í brjóst. Svo setjumst við niður og teiknum. Og ekki þarf nema að ein þeirra fari að raula jólalag og þá brestur allt í stórsöng og afi syngur með. Stundum á afi að segja sögu, sérstaklega þegar stelpurnar eiga að fara að sofa. Þá spinnur afi upp endalausar sögur, tekur tillit til allra óska um framvindu þeirra, bætir inn söguhetjum, dýrum, fjöllum og firnindum. Yfirleitt fer í verra þegar maður á að endurtaka sögurnar nokkrum dögum eða vikum síðar. Vefst manni þá tunga um höfuð enda allt gleymt nema hjá sonardætrunum.

IMG_0004

Ég hef hins vegar uppgötvað eitt, sem mér þykir alveg stórmerkilegt, að jólalögin hans Ómars Ragnarssonar, smellpassa fyrir börnin. Þeim finnst hann æðislegur enda eru þau bæði skemmtileg og vel flutt. Ekki er laust við að maður sé dálítið öfundsjúkur út í Ómar, að geta sungið og skemmt öllum börnum á þennan hátt svo ekki sé talað um kynslóð eftir kynslóð.

Annars fannst þeim það alveg stórmerkilegt að hafa fengið í skóinn í gær og skildu ekkert í því hvernig jólasveinni gat áttað sig á því að þær voru ekki heima hjá sér heldur heima hjá afa. 

Og þarna er nú litla fjöskyldan með börnum og barnabörnum. Heiðrún Sjöfn er með dóttur sína, Margréti Ísabellu sjö mánaða,, en Heiðrún býr í Noregi ásamt sambýlismanni sínum Sigmari Ó. Kárasyni. Grétar er með börnin sín fjögur, Rakel, fjögurra ára, situr á hné föður síns, Grétars Sigfinns, og þar er líka Unnur, tveggja ár, lengst til vinstri er svo Íris, sex ára, og fyrir aftan hana er fóstursonur Grétars, Vilhelm Viðarsson, tólf ára, og loks er það Bjarki Rúnar sonur minn. Þau tvö vantar á myndina, Sigmar tengdason minn og Sonju tengdadóttur mína.

Þetta eru nú auðæfi lífs míns. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband