Ruglið og bullið í Sigurði G. Guðjónssyni
21.12.2013 | 14:38
Næst mun Flokkurinn gera atlögu að forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Seðlabankans.
Sigurður G. Guðjónsson heldur vörð fyrir Samfylkinguna og hreytir úr sér ónotum þegar sá gállinn er á honum, sem er æði oft. Helst er honum í nöp við Sjálfstæðisflokkinn og alla sem honum fylgja að málum. Lögmaðurinn segir ofangreint í bloggi á pressan.is.
Í sjálfu sér er það merkileg taktík að ota að fólki alltof miklum upplýsingum í því skyni að rugla umræðuna eða þá að segja svo lítið að fæstir skilja neitt í neinu enda gera þetta þeir sem hafa enga ánægju af málenfalegri og uppbyggilegri umræðu.
Í Pressublogginu stundar nafni minn þá iðju að gera Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan fyrir því að Páll Magnússon hvarf úr starfi útvarpsstjóra. Skyndilega er það ekki lengur markmiðið að draga úr rekstri stofnunarinnar eða þá að selja hana eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo oft ályktað um. Nei, nú heldur Sigurður G. Guðjónsson því fram að tilgangurinn sé þessi:
RÚV verður áfram rekið í óbreyttri mynd. Stjórn Sjálfstæðisflokksins á því verður tryggð næstu fimm ár með góðum og sauðtryggum Flokksmanni.
Í ljósi þess að ekki er pólitísk samstaða um að draga úr styrk Ríkisútvarpsins með því að hætta að styrkja það með skattpeningum virkar þessi hugmynd nafna míns ljómandi vel. Vandinn er hins vegar sá að sumir töldu Pál Magnússon sauðtryggan Flokksmann ... Eflaust er það kolrangt. Hitt er vitað að lögmaðurinn er bara eins og Góa á Leiti, lætur allt flakka sem honum dettir í hug og er ekki einu sinni góður sögumaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.