Stjórnsýslan er ekki hluti af framkvæmdastjórn flokka

Erlendur fræðimaður vék að því í fyrirlestri ekki alls fyrir löngu, raunar fullyrti, að Íslendingar væru of fáir til að geta átt afburðamenn til að sinna stjórnsýslu og áfallalausum rekstri ríkis. Björn Bjarnason segir í grein á Evrópuvaktinni:

Miðað við hve klaufalega ríkisstjórnir Jóhönnu og Sigmundar Davíðs hafa haldið á ESB-málinu annars vegna og nú þeim anga þess sem snýr að IPA-styrkjunum hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér hvort meðferð mikilvægra utanríkismála sé ekki lengur á færi íslenskra stjórnmálamanna eða íslenska stjórnkerfisins. Stjórnmálamönnum og embættismönnum sé um megn að halda á málefnum þjóðarinnar á alþjóðavettvangi á þann veg að veki nauðsynlegt traust hjá íslensku þjóðinni og viðmælendum hennar á alþjóðavettvangi.

Í utanríkismálum þjóðarinnar er nú brýnast að endurvekja traust landsmanna í garð þeirra sem fara með stjórn utanríkismálanna. Samfylkingin klúðraði helsta baráttumáli sínu, ESB-málinu, og galt afhroð. Núverandi stjórnarflokkar afla sér ekki nægilegs trausts nema þeir njóti þess á sviði utanríkismála. Þar er mest í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á lýðveldistímanum hefur traust í garð flokksins ráðist af farsæld hans í utanríkismálum. 

Ekki er kyn þó margir efist um getu stjórnvalda til þeirra verka sem gera þarf. Tortryggnin byrjaði á dæmalausum heimskupörum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna sem tóku við afar slæmri stöðu eftir bankahrun hér á landi og alþjóðlegri efnahagslegri kreppu.

Á rúmum fjórum árum ætlaði ríkisstjórnin að breyta öllu til hins betra, ekki aðeins að laga það sem úrskeiðis fór í hruninu heldur að gera allt hitt sem henni þótti ástæða til að breyta. Hún vildi breyta stjórnarskránni, hún lagðist í hernað gegn atvinnulífinu, gjörbreytti stjórnsýslunni, gaf frá sér bankanna og snéri baki við almenningi. Hún barðist á öllum mögulegum vígstöðvum og hafði ekkert út úr krafsinu nema að bókhald ríkisins virtist rétt fært.

Alvarlegast var að hún beitti stjórnsýslu ríkisins fyrir sig rétt eins og hún væri framlenging á framkvæmdastjórn stjórnmálaflokkanna tveggja. Þannig varð til mikill skaði sem eflaust hrjáir núverandi ríkisstjórn. 

Það fer hins vegar ekki hjá því að fjölmargir landsmenn efist um getu, þekkingu og kunnáttu fjölmargra alþingismanna og ekki síður ráðherra og er þá ekki verið að draga heilindi þeirra í efa. 


mbl.is Utanríkismál ofviða Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband