En fjord skal ha et navn som ender på fjord ...

EsjaÞetta fjall þekkja allir enda höfum við Reykvíkingar það fyrir augunum nærri því á hverjum degi. Ekki er þó víst að allir þekki fjallið sem er á hinni myndinni.

Blahnukur

Látum það vera enda er hér ekki um neina keppni að ræða. Munurinn á Esju og Bláhnúki við Landmannalaugar er talsverður en einna áhugaverðastur er munurinn á þessum tveimur örnefnum.

Ef ekki væri myndin segði nafnið Esja ekkert til um hvað um sé að ræða. Esja gæti þess vegna verið nafn konu, báts, bókar eða einhvers annars. Hins vegar fer enginn í grafgötur með að hnúkur er hluti fjalls og í þessu tilviki allt fjallið. Þetta beinir athyglinni að örnefnum.

Í bókinni Grímnir 1, riti Örnefnastofnunar um nafnfræði, segir Þórhallur Vilmundarson á bls. 125, en hann er að ræða um Surtshellir sem líkur benda til að hafi einfaldlega heitið Surtur (Surtr) fyrr á öldum:

Breytingin Surtr > Surtshellir er í samræmi við hina ríku tilhneigingu til að bæta stofnlið við einliðað örnefni sem M. Olsen kallar „en tendens som i den historiske tid har gjort sig gjeldende så å si overallt í norsk navneskikk: en fjord skal ha et navn som ender på „fjord“, en elv (en å) et nafn som ender på „elv“ („å“), o.s.v.

Det er trangen til å utheve skarpt den ankelte lokalitet som har fört til dette, og trangen måtte melde sig fordi visse mangler blev merkbare ved den eldre navngivning.

Hvínsfjorðr har avlöst en eldre, usammensatt fjordnavn Hvínir ... Mosse-elven har avlöst Moss (*Mors) ...“ (NK V, 32-33) Sbr hér á landi Reyðr > Reyðarfjall (-Reyðarfjörður), *Trékyllir > - Trékyllisvík (G1) o.s.frv.

Er þetta nú ekki alveg stórundarlegt. Eða hvað myndi lesendum finnast ef þróun örnefna hefði fylgt þessu út í ystu æsar og þá værum við með fyrir augunum Esjufjall, Hengilsfjall eða Henglafell, Keilisfjall, Strútsfjall, Krákufell, Grábrókarfell, Baulufjall og álíka.

Hefði hins vegar þróunin ekki orðið á þennan hátt værum við að ganga á Vífil, Kistu, Helga, Búr, Sel ...

Eða er þetta komið út í öfgar hjá mér. Ef til vill er hér ekki um örnefnaþróun heldur breytingu sem sum örnefni taka vegna einhverra ástæðna sem okkur er ekki kunnar en önnur halda sínu. Engu að síður er þetta áhugaverðar vangaveltur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Nei Sigurður minn, þetta er ekki komið út í öfgar hjá þér heldur eru að leiða okkur um þekktar söguslóðir á bara nöfnum og sem segir okkur alltaf margar magnaðar sögur. Ég flækist stundum á vef Landmælinga og þá hellst örnefnaskrána. Þar eru morð,hröp fyrir björg, drekkingar og öðru hvoru fallegar sögur. Þetta er dramatík og að grúska í henni er nú ekki að  fara út í öfgar.

Eyjólfur Jónsson, 17.12.2013 kl. 12:18

2 Smámynd: Ár & síð

Skemmtilegar pælingar, og líka væri gaman að kanna hve mörg íslensk örnefni eru komin frá Noregi, breytt eða óbreytt. Hér er nóg að horfa á Esju og Kjós til að sjá tvö.

Matthías

Ár & síð, 17.12.2013 kl. 16:18

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Eyjólfur. Ég fer líka inn á vef Landmælinga og hef birt nokkrar myndir hér. Nefna má að einhvern tímann í janúar á þessu ári birti ég þrjár gamlar myndir, meira en 100 ára gamlar og síðan myndir sem ég hafði tekið, fyrir algjöra tilviljun á sömu slóðum. Dálítið gaman að bera þær saman.

Sæll Matthías. Jú eru ekki öll örnefni meira eða minna komin frá Noregi eða Norðurlöndum? Einnig er gaman að pæla í keltneskum og írskum uppruna örnefna, slík eru glettilega mörg.

Gaman að einhverjir fleiri en ég hafi ánægju af örnefnagrúski.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.12.2013 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband