Þingmenn Bjartrar framtíðar fari fyrr að sofa

Áhrif af því að hringla í klukkunni eru engin. Leggjum frekar áherslu á sveigjanlegri skóla- og vinnudag, þannig að þingmenn Bjartrar framtíðar geti sofið lengur á morgnana og vaknað við bjartari skilyrði, sem vissulega mörgum okkar þykir gott.

Eitt helsta pólitíska stefnumál Bjartrar framtíðar hefur verið að seinka klukkunni.  Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, kemur hreint og beint fram í litlu viðtali við Morgunblaðið í morgun. Seinkunin skiptir engu máli að öðru leyti en því að þingmenn Bjartrar framtíðar geti sofið lengur morgnanna. Gott er að einhver er hreinskilinn um þetta stórmerkilegu þingsályktunartillögu. 

Út af fyrir sig er það mikilsvert markmið að þingmennirnir nái eðlilegri hvíld og þar með einhverju sálarlegu jafnvægi sem aftur kann að leiða til þess að þessir stjórnarandstöðumenn komi einhverju í verk sem máli skiptir.

Hitt væri gustukaverk að velviljaðir þingmenn stjórnarmeirihlutans flyttu nú þingsályktunartillögu um að þingmenn Bjartrar framtíðar fari einfaldlega fyrr að sofa. Morgunstund gefur gull í mund, jafnvel í skammdeginu. Það gengur barasta ekki að þingmennirnir ráfi um svefnlausir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju eigum við að vera á röngum tíma?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2013 kl. 09:17

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ertu réttur maður á röngum tíma, Axel? Eða rangur maður á réttum tíma? Fyrirgefðu, þetta er nú bara svona hálfkæringur. Svo ég svari nú eins og andinn blæs mér í brjóst: Mér finnst algjör óþarfi að breyta. Held að klukkutími til eða frá skipti engu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.12.2013 kl. 09:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort maður vakni fyrr eða seinna á morgnanna skiptir í sjálfu sér litlu máli, það er lengd svefntíma sem ræður. Þeir sem þurfa að vakna snemma hljóta að fara fyrr að sofa.

Þau rök að þessi tillaga valdi því að fólk vakni lengur í björtu eru frekar þunn, enda þar um að ræða örfáa daga á ári. Að sama skapi fellur þá kvöldmyrkrið fyrr á. Dagurinn lengist ekkert, né sá tími sem bjart er.

Sjálfur vinn ég vaktavinnu, þar sem vaktskipti fara fram kl 7 á morgni og kvöldi. Því vakna ég í síðasta lagi klukkan 5:45 á morgnana, þegar um dagvakt er að ræða. Því eru margir dagar á ári hverju þar sem ég vakna í myrkri og fer til vinnu í myrkri. Heldur fleiri daga kem ég aftur heim í björtu og ekki vil ég skipta á því. Vil eiga fleiri kvöldstundir bjartar en morgna.

Menn ræða oft um hinn svokallaða djúpsvefn til rökstuðnings þessu máli og vitna þá oft til sérfræðinga sem þykjast hafa rannsakað það fyrirbæri. Að þeirra mati fer þess djúpsvefn fram undir lok svefntímans, gjarnan undir morgun. Mér segir svo hugur að þessar svefnathuganir fari fyrst og fremst fram á fólki sem stundar hefðbundinn svefn, þe.e vaknar kannski á milli klukkan sjö og átta á morgnanna.

Að þeir sem hafa aðrar svefnvenjur hafi ekki verið teknir með í rannsóknina og því ekki vitað hvenær sólahrings þeir njóta þessa djúpsvefns.

A.m.k. losa ég alltaf svefn um það leiti sem sérfræðingarnir telja að ég ætta að sofa sem fastast. Kannski vegna þess að líkami minn hefur einfaldlega aðlagast þeim svefnvenjum sem ég hef þurft að venjast, vegna vinnu minnar. Þar breytir engu hvað klukkan er. Hins vegar gæti ég lennt í vanda ef tekinn yrði upp sumar og vetrartími. Breyting klukkunnar einu sinni hefði kannski ekki afdrifaríkar afleiðingar,  tæki einhverja daga fyrir líkamann að aðlagst henni.

Þá myndi ég vissulega fá nokkra fleiri bjarta morgna í vinnunni, en að sama skapi færri bjartar kvöldstundir heima. Á þessu vil ég ekki skipta. 

Gunnar Heiðarsson, 12.12.2013 kl. 10:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka skensið. 

Ef klukkutími til eða frá skiptir engu, af hverju ertu þá á móti tímatilfærslunni? Misskildi ég svona illa tilgang skrifanna, eða var tilgangurinn þá aðeins sá að tala niður til  þingmanna Bjartrar framtíðar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2013 kl. 10:35

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka innlitið, Gunnar. Við þetta hef ég engu að bæta.

Axel. Nei, ég var ekki að tala niður til þingmanna Bjartrar framtíðar. Var bara að skensa þá, leyfi mér það stundum. Ég kann ágætlega við núverandi fyrirkomulag, sé ekki vandann. Tel að breyting breytinganna vegna verði sjaldnast farsæl.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.12.2013 kl. 10:42

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta snýst um að klukkan verði betra samhengi við líkamsklukkuna. Líkamsklukkan tekur hvorki tillit til tilskipana Alþingis eða ESB. Hún stillir sig alfarið eftir gangi sólar (staðartíma). Líkamsklukkan segir að mál sé að vakna í birtingu. Það hentar illa þegar birting verður ekki fyrr en kl 10 í svartasta skammdeginu. Tilgangurinn með tillögunni er að færa birtinguna (líkamsklukkuna) til móts við upphaf hins daglega vinnutíma.

Nemendur lægju þá kannski síður hálfsofandi fram á borðin fyrst á morgnanna af því líkamsklukkan segir þeim að gera það. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2013 kl. 11:06

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Líkamsklukkan stillir sig af eftir þeirri venju líkamans, Axel. Þess vegna heitir hún líkamsklukka. Hún hefur ekkert með sólargang að segja, enda yrði að breyta klukkunni ansi mikið ef sálarupprásin ætti að ráða fótaferð landsmanna. Í dag er sólarupprás klukkan 11:11.

Það er lengd svefns sem skiptir máli og ef vakna þarf snemma, þarf auðvitað að fara fyrr að sofa. Þannig fær líkaminn sína hvíld, einnig djúpsvefninn merka. 

Gunnar Heiðarsson, 12.12.2013 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband