Táknmálstúlkurinn og Belginn alræmdi

Með fullri virðingu fyrir Nelson Madela og minningarathöfninni hans þarna í Suður-Afríku þá gat ég samt sem áður ekki annað en hlegið af þessum fréttum og hreyfimyndum af táknmálstúlkinum. Þrátt fyrir allar öryggisráðstafanir komst hann í sviðsljósið og gat baðað út höndunum á svo sannfærandi hátt að engum datt neitt misjafnt í hug, nema auðvitað þeim sem kunna táknmál. Þessu fylgir auðvitað sú staðreynd að atvikið varð ekki fyndið fyrr en fólk með sérþekkingu kvartaði.

Þetta minnir á Belgann sem hafði sérkennilegt áhugamál. Hann var miðaldra, hávaxinn með gráspengt hár og afar virðulegur  þar sem hann birtist á ljósmyndum af fyrirfólki, ráðherrum og þjóðhöfðingjum í Nató eða ESB þar sem liðið stillti sér upp til hópmyndatöku. Og alltaf tókst Belganum að lauma sér inn í hópinn. Öryggisvörðum og öðrum gáfumönnum datt aldrei í hug að þessi virðulegi maður sem allir könnuðustu við væri annað en það sem hann átti að vera. Ég náði ekki að gúggla myndum af þessum ágæta manni en einhver væri áreiðanlega vís til að aðstoða mig í því og senda mér. 


mbl.is Túlkurinn segist hafa heyrt raddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband