Til hamingju, Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla
9.12.2013 | 10:43
Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, er vel að Barnamenningarverðlaunum Velferðasjóðs barna kominn. Hann hefur verið skólastjóri þar frá því 1993 og staðið sig með afbrigðum vel og verið vinsæll bæði meðal nemenda og starfsmanna.
Rimaskóli hefur ekki síst vakið athygli fyrir góðan árangur í skák eins og segir í fréttinni á mbl.is:
Helgi Árnason hlýtur verðlaunin að þessu sinni fyrir ötult starf hans í þágu skáklistar meðal barna og þróun greinarinnar sem hluta af skólastarfi. Gildi skáklistarinnar er óumdeilt í skólastarfi og hefur Rimaskóli tekið þátt í öllum Reykjavíkur og Íslandsmótum frá stofnun skólans og unnið til fjölda verðlauna. M.a. hefur Rimaskóli 6 sinnum orðið Norðurlandameistari og 12 sinnum á árunum 2003-13 tekið þátt í Norðurlandamótum og náð þar einstökum árangri sem enginn annar grunnskóli á Norðurlöndum hefur náð.
Helgi er sonur hjónanna Ingibjargar Gunnlaugsdóttur (1922-1994) og Árna Helgasonar (1914-2008) sem oftast var kenndur við Stykkishólm, þar sem hann bjó lengst af, en var þó fæddur á Eskifirði. Árni var vinsæll maður, skarpgreindur og hafsjór af fróðleik.
Við Helgi vorum saman í Menntaskólanum í Reykjavík og höfum síðan haldið kunningsskap ekki síst eftir að yngri sonur minn var í Rimaskóla. Þá kynntist ég fyrir alvöru mannkostum Helga og hversu góður skólastjóri hann er og ekki síður vinur nemenda sinna. Hvort tveggja eru einstakir hæfileikar.
![]() |
Skólastjóri Rimaskóla fær Barnamenningarverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.