Stjórnarandstaðan grautfúl á móti, nema Ögmundur!

Stjórnarandstæðingurinn Ögmundur Jónasson sýnir á sér sparihliðina og er bara jákvæður vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna skuldamála heimilanna. Hann orðar þetta á svipaðan hátt og fleiri sem gagnrýnt hafa stjórnvöld frá hruni fyrir aðgerðarleysi í þessum málum.

Eiginlega hélt ég að hann myndi hafa allt á hornum sér út af þessu. Á sama hátt bjóst maður við því að Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, myndi vera jákvæður vegna skuldaaðgerðanna. Hann virðist hafa verið svo málefnalegur upp á síðkastið. En þar fór í verra. Guðmundur var lokaði augunum og stimplaði sig í stjórnarandstöðuna svo eftir er tekið.

Miðað við orð Guðmundar, Steingríms J. Sigfússonar, Katrínar Jakobsdóttur og Árna Páls Árnason virðast þetta ágæta fólk hafa búist við allt öðru. Búið sig undir flóknari útfærslur fyrir heimilin.

Aumingja seðlabankastjórinn þjófstartaði illilega í síðustu viku. Hann ætlaði aldeilis að byrgja einhvern brunn áður en ríkisstjórnin félli ofan í hann, hélt líklega að hún ætlaði að beita Seðlabankanum fyrir sig í lausnum á skuldavandanum. Hann vissi ekkert, giskaði út í bláinn.

Ögmundur Jónasson er jákvæður vegna aðgerðanna en hinir stjórnarandstæðingarnir og seðlabankastjórinn eru enn að hugsa málið en hafa gefið það eitt út að þeir eru á móti, grautfúlir á mót. 


mbl.is Ögmundur ánægður með aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ætli Seðlabankinn taki nú ekki sig til og hækki vexti vegna þessa. Hrunmódelið þar á bæ hefur hvorki verið bætt né brætt...

Það má lengi kenna öðrum um en ég verð nú að benda á hin s.k. Jöklabréf og bið Seðlabankann að velta því aðeins fyrir sér tilkomu þeirra og tilgang.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.12.2013 kl. 22:11

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessar aðgerðir duga skammt og nýtast ekki öllum jafnvel.

Skilyrði er að lán séu í skilum og að skuldir séu ekki yfir hámarki, 35 milljónum. Það er því spurning hvort himinn og haf skilji ekki eftir sem áður milli kosningaloforða og endanlegra efnda.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2013 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband