Hálfkveđnar vísur Ţrastar Ólafssonar um ESB ađildina

Međ tilkomu nýrrar íslenskrar ríkisstjórnar var umsóknarferli ađ ESB, einnig hér, slegiđ snarlega útaf borđinu, án ţess ađ vitađ vćri um nokkurn verulegan ágreining í viđrćđunum. [...]

Hermisvar stjórnarliđa er ađ ađild ţjóni ekki hagsmunum landsins. Engin frekari rök, sama hvar mađur leitar. Ljóst var, af ţví sem lekiđ hefur út, ađ margt benti til ţess ađ viđ fengjum ţar viđunandi lausnir bćđi varđandi landbúnađ og sjávarútveg.

Ástćđa ákvörđunar nýrrar ríkisstjórnar um slit á viđrćđum hlýtur ţví ađ leynast í pólitískri hagsmunagćslu stjórnarflokkanna. Skyldu ţeir vera ađ vernda innanlands tök ţeirra, sem ráđa yfir auđlindum landsins?

Ţröstur Ólafsson, hagfrćđingur, ritar í Morgunblađiđ í morgun grein um umsóknarađild Íslands ađ ESB. Til ađ gera málflutning sinn sennilegan ber hann saman stöđu Úkraínu Íslands og tiltekur ýmislegt sem hann segir líkindi međ ţessum tveimur löndum. Tilvitnunin er úr ţessari grein (greinaskil eru mín).

Vandamáliđ međ röksemdafćrslu Ţrastar er eins og međ marga ađra vinstri menn sem dásama ađildina ađ ESB er ađ hún er síst af öllu traust. Ţegar gyllingum sleppir hrekkur hann í ţann gamalkunnugan gír ađ vera međ hálfkveđnar vísur og ađdróttanir eins og glögglega kemur fram kemur í ţriđju málsgreininni.

Ţröstur stađhćfir ađ lausnir hafi veriđ í sjónmáli viđrćđum um landbúnađa og sjávarútvega, en fyrir ţví er hins vegar enginn fótur né heldur ađ enginn ágreiningur hafi veriđ í viđrćđunum viđ ESB.

„Margt bendir til ...“ segir Ţröstur en tilgreinir ekkert sem bendir til ađ „viđunandi lausnir“ hefđu bođist í landbúnađi og sjávarútvegi.

Af hverju nefnir hann ekki eitthvađ af ţessu mörgu? Ástćđan er einföld. Ţröstur skrökvar enda höfđu viđrćđur um landbúnađ og sjávarútveg ekki hafist og ţokkabót er ljóst er ađ gríđarlega mikiđ ber í milli. Viđ ţurfum ekki annađ en ađ líta á deilurnar um makrílinn ţar sem ţjóđinni er hótađ viđskiptaţvingunum fari hún ekki ađ bođvaldi ESB. 

Síđan ţegar rökin ţrjóta endanlega ţarf Ţröstur ađ koma međ gamalkunnuglega tuggu um „pólitíska hagsmunagćslu“ og meint „tök ţeirra, sem ráđa yfir auđlindum landsins“.

Ferlega er ţetta aumlegt hjá Ţresti Ólafssyni. Ţegar upp er stađiđ stendur ekki steinn yfir steini hjá honum. Ekki einu sinni samlíking Íslands og Úkraínu stenst ekki athugun. Ađstćđur eru allt ađrar í ţví ágćta landi. Fólk hefur ţar kynslóđum saman veriđ ţrúgađ og kćft af sósíalisma og sér ljósiđ í ţví eina ađ sameinast Evrópu. Ţađ ţarf lygilega mikinn sannfćringakraft ađ halda ţví fram ađ ađstćđur ţessara tveggja landa séu líkar og ţann kraft hefur Ţröstur ekki.

Jafnvel ţó skođanakannanir hafi alla tíđ sýnt ađ mikill meirihluti landsmanna er á móti ađild taka ađildarsinnar ekkert mark á ţví og gera ađ ţví skóna ađ afturköllun ađildarumsóknar sé vegna „hagsmunagćslu“ ţeirra „... sem ráđa yfir auđlindum landsins“.

Heldur einhver ađ hálfkveđnar vísur séu bođlegar sem rök fyrir ESB ađild?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband