Man enginn eftir að láta Ríkisútvarpið vita ...?

Ríkisútvarpið er liður í öryggiskerfi landsins. Það tekur í öllum tilvikum mið af því sem til þess bær yfirvöld, lögregla, almannavarnir og aðrir slíkir, láta vita af vá eða öðru sem varðar almannahagsmuni. Við tökum það ekki upp hjá sjálfum okkur að vara fólk við, sé það ekki staðfest eða til þess bær yfirvöld fara ekki fram á það.

Þetta segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins í viðtali við mbl.is í morgun. Er það virkilega svo að enn sé Ríkisútvarpið „hluti af öryggiskerfi landsins“, eins og fréttastjórinn orðar það og enginn.

Og Óðinn er greinilega ekki sáttur því hann segir:

Morgunblaðið skúbbaði þarna, en enginn lét okkur vita, hvorki íbúi né til þess bær yfirvöld. 

Man enginn eftir fréttastofu Ríkisútvarpsins þegar vandi steðjar að almenningi? Maður, maður ... á bara ekkert orð yfir tillitsleysi almennings. 

Það skyldi þó ekki vera að þetta með öryggishlutverk Ríkisútvarpsins sé einfaldlega úrelt þing þegar aðrir fjölmiðlar geta auðveldlega gert betur og það af sínu eigin frumkvæði.


mbl.is Lögreglan lét fjölmiðla ekki vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband