Uppljóstarinn sem ljóstraði upp um hina uppljóstrarana

Sannast sagna er maðurinn ekkert annað en þversögn, jafnt í hugsun sem aðgerðum. Fjöldi fólks fagnar aðgerðum Edward Snodens, starfsmanni verktakafyrirtækis sem vann fyrir bandarísku öryggisstofnunina, NSA. Gögn sem maðurinn hafði á brott með sér úr gagnagrunni NSA hafa valdið gríðarlegum vandamálum fyrir Bandaríkjamenn og raunar fyrir njósnastofnanir víða um heim og verið öllum álitshnekkir. Fögnuður almennings víða um lönd er mikill.

Nú gerist það að einhver þokkapilturinn náði í fjölmargar upplýsingar úr íslenska símafyrirtækinu Vodafone, trúnaðar upplýsingar jafnt merkilegar sem ómerkilega, allt eftir sjónarhóli áhugasamra. Og allt verður vitlaust á Íslandi. Hótanir í garð Vodafone fljúga um á Twitter og Facebook og eflaust má hugsa sér að fólk hrökklist þúsundum saman úr viðskiptum við fyrirtækið.

Varla tekur betra við því án efa er nú sami þokkapilturinn að reyna að kafa ofan í trúnaðarmál viðskiptavina Símans og Nova og ætlar sér að bjóða umheiminum upp á það sama frá þessum fyrirtækjum og frá Vodafone.

Útlit er því fyrir að hvergi sé friður fyrir uppljóstrurum. Tja, nema því aðeins að uppljóstrarar hætti iðju sinni í þágu almannaheilla ... Það væri nú hins vegar saga til næsta bæjar - það er að segja ef segja mætti frá!

Flestir kætast er flett er ofan af honum séra Jóni en þegar kemur að honum einfalda Jóni þá verður hann fúll. Það er nebbbbnilega ekki sama gleðin yfir öllum uppljóstrunum.

Þegar ljóstrað er upp um þá sem styðja uppljóstrarann Snowden þá vandast málið. Svo ekki sé talað um uppljóstrarann sem ljóstraði upp um uppljóstrarann sem fletti ofan af uppljóstraranum sem hló og kættist þegar uppljóstrarinn Edward Snowden hélt í heimsreisu og endaði í Rússlandi, þvísa lýðræðisríki og friðelskandi og ónjósnavædda stórveldi.


mbl.is Lykilorðum og notendanöfnum lekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru svona árásir sem eru einmitt ástæðan fyrir því að svona fyrirtæki eiga ekki að geyma svona upplýsingar. Það er einmitt þess vegna sem fólki er svo aftur illa við að verið sé að safna upplýsingum um það. Ekki vegna þess að það hafi neitt að fela, heldur vegna þess að þeim sem safnar upplýsingunum er ekki treystandi. Nú sést að það er rökréttur ótti, á meðan það er hinsvegar ekki rökrétt að halda því fram að ótökmörkuð upplýsingasöfnun sé í lagi.

Svo er algjör óþarfi hjá þér að grínast með svona alvarlegt mál eins og sú innrás sem þarna er framin í einkalíf fólk og hefði ekki verið möguleg nema vegna þess að Vodafone er að safna og geyma upplýsingum um viðskiptavini sína sem 1) það hefur ekkert leyfi til að safna  og 2) kann augljóslega ekki að passa nægileg vel upp á.

Hvenær gáfu þessir 77.000 viðskiptavinir  sem eiga í hlut annars fyrirtækinu leyfi til að afrita og geyma SMS-skeytin sín? Ég held að enginn þeirra hafi gefið leyfi til þess, auk þess sem það er í raun ólögleg hlerun.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2013 kl. 14:10

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Auðvitað er þetta stóralvarlegt mál og jafnvel engin ástæða til að fara með það í einhverjum hálfkæringi sem ég geri mig sekan um. Það sem ég var einfaldlega að benda á er sú staðreynd að það virðist vera í lagi þegar birtar eru upplýsingar sem fengnar eru með njósnum en þegar málið snýr að þeim sem fagnaði þá er allt annað uppi á teningnum. Hins vegar er það hárrétt hjá þér að Vodafone leyfir sér að safna upplýsingum en kann ekki að verja þær fyrir einhverjum hökkurum úti í löndum. Og geymsla á SMS skilaboðum eru einfaldlega hlerun og ætti ekki að leyfast frekar en hlerun og geymsla á símtölum.

Fyrst Vodafone klikkaði, má þá búast við að fleiri símafélög verði fyrir árás af þessu tagi? Er ekki tæknin, þekkingin, eftirlitið og eldvörnin hin sama hjá öllum símafélögunum?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.11.2013 kl. 14:21

3 identicon

Nei, það telst ólíklegt að það sama gerist hjá hinum fyrirtækjunum nema þau séu að nota vef framleiddan af sama aðila og jafnvel þá eru líklegast fólk að rýna kóðan þar núna með hliðsjón af þessari árás.

En hinsvegar finnst mér þú vera að rugla tveimur hlutum saman. Upljóstrun um ólöglegt athæfi og klúðrið sem ríkisstjórnir heimsins taka þátt í á tíðum á móti persónulegum upplýsingum sem þjóna engum tilgangi fyrir samfélagið að verði opinberar.

Til dæmis er núna í vinnslu viðskiptasamningur milli landa við kyrrahafið. Honum var haldið það leynilegum að þingnefndir landa á borð við Bandaríkin fengu ekki að sjá hann í heild sinni. Það er ekki fyrr en einhver í samninganefnd einhvers lands ákvað að leka samninginum í heildina að við fáum að sjá að þessi samningur mundi til dæmis banna fólki að kaupa vöru á lægra verði í einu landi ef sama vara er til sölu í þeirra landi.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 14:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fátt er svo með öllu illt. Þessi opinberun hefur upplýst okkur um að Vodafon hefur brotið lög með að geyma persónuupplýsingar og samskipti í mörg ár. Líklega eru hin fyrirtækin sek um hið sama, en það þarf nú að athuga.

Það er alvarlegt mál fyrir samskiptafyrirtæki ef það brýtur á viðskiptavinum sínum og hunsar personuverdarlög. Ég myndi skilja við þetta fyrirtæki strax, ef ég væri svo óheppinn að vera í viðskiptum við það.

Annað er eikki síður slæmt að gögn hjá þeim skuli ekki öruggari og að hægt sé að brjótast svona inn og valsa um og afrita allt í gagnagrunni fyrirtækisins. Það er þeirra ótrúlega klúður.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2013 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband