Er borgarstjórnarmeirihlutinn með meðvitund?

Hvað hefur stærsta sveitarfélagið gert síðustu árin í atvinnumálum? Því er fljótsvarað, eiginlega ekki neitt.

Meirihlutinn hefur leikið sér í skipulagsmálum, sem án efa er gott, gefið út yfirlýsingar í friðarmálum, sem er líka gott, lagt áherslu á baráttu gegn einelti, sem er síst af öllu slæmt. Og hann hefur endurskipulagt starf borgarstjóra frá því að vera framkvæmdastjóri borgarinnar í það að vera allt annað, sem er frábært.

Þegar öllu er hins vegar á botninn hvolft er engum hollt að vera atvinnulaus, jafnvel í vel skipulagðri, friðsamri borg þar sem enginn áreitir náungann og borgarstjórinn er aðgerðarlaus á fullum launum.

Það er auk þess alrangt hjá samfylkingarmanninum Degi B. Eggertssyni að atvinnuleysi í Reykjavík hafi minnkað hraðast af öllum sveitarfélögum. Staðreyndin er einfaldlega sú að mælingin er gagnslaus því hvergi hefur fleira fólk flúið til útlanda en frá Reykjavík og hvergi eru fleiri sem ekki fá atvinnuleysisbætur, en í Reykjavík, þetta er fólk sem starfaði við eigin fyrirtæki fyrir hrun, var í byggingariðnaði af ýmsu tagi.

Hefur meirihlutinn haldið uppi „framkvæmdastigi í gegnum kreppuna“ eins og Dagur B. Eggertsson orðar það? Að minnsta kosti er njólastefnan ekki hluti af því framkvæmdastigi. Lítum bara á nærumhverfið, umhirðu grænna svæði, göturnar, gangstéttir, snjómokstur og álíka. Fátt bendir til þess að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi verið vakandi í þessum málum á kjörtímabilinu.


mbl.is Öryggistilfinningin að bresta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband