Frábær fyrirlestur Ed Viesturs í Háskólabíói

920416-80

Myndin Everst IMAX er falleg en hún er gömul, var tekin árið 1996 og síðan þá hafa orðið gríðarlegar framfarir í kvikmyndagerð. Myndavélin sem þeir félagar báru á tindinn var níðþung og sama var með þrífótinn, sem var stór, voldugur og þungur.

Ég sá myndina í sjónvarpi í gær en eflaust hefur hún notið sín mun betur í IMAX bíóum enda sló hún öll sýningar- og tekjumet. 

Í dag eru svona myndir teknar á miklu léttari vélar og auðvitað allt digital í gríðarlegri upplausn.

DSCN1318

Það breytir því ekki að myndin er heimild um einstætt afrek þegar Ed Viesturs og félagar hans klifu Everest nokkrum dögum eftir að átta manns fórust þarna uppi, þeirra á meðal tveir vinir hans.

Ed Viesturs sagði vel frá í fyrirlestrinum í Háskólabíói í gærkvöldi. Húsið var fullt og þótt myndefnið hafi ekki verið mikið var frásögn Eds áhrifamikil og í senn stórkostleg og átakanleg. Hann sagði frá ferðum sínum um Himalayjafjöllin og því markmiði sínu að klífa fjórtán tinda sem eru yfir 8.000 metrar. Það tókst honum með útsjónarsemi og umfram allt skynsemi.

Mér þótti vænt um að heyra að hann var varkár í ferðum sínum. Talaði um að engin skömm væri af því að hætta við, snúa til baka þegar veður og aðstæður gera ferðirnar nær ómögulegar. Hann snér tvisvar við um eitthundrað metrum frá tindi Everest og frá öðrum fjöllum líka. 

Skan342

Við erum nokkrir félagar sem höfum haldið hópinn í ferðum hér innanlands og þó ekki sé saman að jafna ferðum hér og í hinum háu Himalayjafjöllum þá er ein regla sem við höfum ávallt haldið í heiðri. Hún er sú að snúa við áður en það er orðið og seint. Hins vegar er álitamál hvenær eigi að snúa við. Ed Viesturs sagði í fyrirlestrinum að ferð væri ekki lokið þó komið sé á toppinn, henni er ekki lokið fyrr en leiðangursmenn eru komnir til baka, niður á jafnsléttu.

Átæða er til að þakka þeim sem stóðu að fyrirlestri Ed Viesturs og kynningum á undan honum kærlega fyrir framtakið. Kostnaðurinn hefur ábyggilega verið mikill en margir lagst á árarnar og þannig geta boðið upp á ókeypis fróðleik í tvo og hálfan tíma.

Meðfylgjandi myndir eru úr slarkferðum á árum áður.  


mbl.is Góð áminning að ganga fram á lík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband