Guðbjartur leggur ekki til að laun útvarpsstjóra verði hækkuð
28.11.2013 | 15:02
Ég verð að segja að ég fékk mikið sjokk þegar við fréttum af því hvernig ætti að fara með fjárveitingar til Ríkisútvarpsins. Við vorum í rauninni búin að sjá það en sáum það svo birtast í uppsögnum í gær. Þetta er dapurlegt [...]
Alltaf er fengur í því þegar Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og fyrrverandi velferðarráðherra, tjáir sig um launamál. Skilningur hans á vanda ríkisstofnunar náði án efa hámarki er hann hækkaði laun forstjóra Landsspítalans til þess að sá gæti gert hvort tveggja, sinnt rekstri spítalans og stundað að auki læknisstörf.
Því miður höfðu aungvir aðrir skilning á þessu þrautaráð Guðbjarts nema forstjórinn og ráðherrann. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn töldu sér þá óhætt að fara fram á launahækkanir þó svo að þeir væru eingöngu í einu starfi, miklu verr launuð en hlutastörf forstjórans.
Líklega hrökkva margir í kút þegar þeir frétta af viðbrögðum Guðbjarts, sumir fá eflaust sjokk en aðrir gleðjast yfir því að hann skuli ekki leggja það til lausnar vandans að hækka laun útvarpsstjóra.
Gagnrýndi viðbrögð við uppsögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.