Lögvarðir hagsmunir gegn umhverfis- og náttúruvernd

Niðurstaða Hæstaréttar í máli Hraunavina er einfaldlega sú þeir eigi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta vegna lagningar vegar um Álftanesveg.

Í þessu er einfaldlega vandi fólginn. Sá sem vill verja umhverfið fyrir náttúruspjöllum þarf að beinlínis að eiga þannig hagsmuni að skipulagsvaldið ætli hreinlega að valda skaða á eignum hans eða jafnvel líkamlegum áverkum. Ekki er tekið mark á öðru.

Þetta er slæmt og setur almenning út í horn í umhverfismálum. Enginn varði Rauðhóla gegn stórvirkum vinnuvélum og það var ekki fyrr en mörgum áratugum síðar að almenningur áttaði sig á því hvílík verðmæti felast í ósnortnu landi. Líklega þarf að bíða í áratugi eftir því að yfirvöld skipulagsmála hjá sveitarfélögum átti sig á þessu.

Á meðan gæti ýmislegt alvarlegt gerst. Ég á ekki lögvarða hagsmuni í því að engin hús verði byggð í Elliðaárdal, í kringum Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, á Fossvogsbökkum. Né heldur á ég lögvarða hagsmuni víða um land, á stöðum sem mér er annt um. Sem sagt, ég má mótmæla, en þar lýkur rétti mínum.

Sjá nú hversu mikilvægt er að velja gott og víðsýnt fólk í sveitarstjórnir. Ella gæti það gerst, einn góðan veðurdag, að eitthvað af því sem þér er hjartfólgið hverfi eins og litla fellið austan við Vífilsfell eða hluti af gígunum sem Nesjahraun kom úr. Eða jafnvel að vegur verði lagður yfir Gálgahraun. Af því að þú áttir ekki lögvarða hagsmuni.

Nei, ágæti lesandi. Málið er einfaldlega þetta: Við eigum hagsmuni en af því að þeir eru ekki lögvarðir þá skipta þeir engu máli. Er þá ekki um að gera að hagsmunir okkar verði varðir með lögum? 


mbl.is Hafnaði beiðni Hraunavina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband