Ráđherra Sjálfstćđisflokksins og sósíalismi andskotans
24.11.2013 | 12:42
Iđnađarráđherra hefur, eftir ţví sem fram kom í Ríkisútvarpinu í morgun, gert upp hug sinn og ćtlar ađ leggja nýjan skatt á landsmenn og til ađ afla fylgis viđ hann á skatturinn ađ heita náttúrupassi. Nei, ekki ferđapassi, ţađ er svo slćmt, áróđurslega séđ.
Skattinum er ćtlađ ađ leysa úr ţeim fjárvandrćđum sem ferđamannastađir á landinu eiga í vegna ríkissjóđs sem telur sig ekki geta látiđ örlítinn hluta af sköttum og gjöldum í ţessi mál. Hefur ţó ríkissjóđur ţúsundir milljarđa í tekjur af ferđalögum fólks, innlendum sem erlendum.
Nei, miklu frekar ađ búa til nýjan skatt og leggja á landsmenn sem og ađra. Rétt eins og skattaáţjánin hér á landi sé ekki nóg. Og ţessi ráđherra fetar ţarna í spor annars ráđherra Sjálfstćđisflokksins sem tókst ađ láta leggja á útvarpsgjald, skatt til ţess eins ađ styrkja rekstur Ríkisútvarpsins.
Ágćti lesandi, hvorugur ţessara ráđherra hugsar um hinn almenna neytanda. Ragnheiđur Elín Árnadóttir, iđnađarráđherra og ferđamálaráđherra, spyr ekki hvađa afleiđingar ţessi ferđaskattur hefur á ferđir almennings en ég fullyrđi ţađ ađ hann mun gjörbreyta ferđalögum fólks eins og ţau hafa veriđ stunduđ á undanförnum árum.
Hingađ til höfum viđ getađ ferđast um landiđ og ţađ hafa forfeđur okkar gert allt frá landnámi. Ţeir vissu betur en Ragnheiđur Elín, ráđherra Sjálfstćđisflokksins, og settu í lög ađ ekki mćtti hindra lögmćtar ferđir fólks, hvorki um óbyggđir né eignalönd. Og talandi um eignalönd. Landeigendur hugsa sér nú gott til glóđarinnar og ćtla ađ setja upp rukkara viđ meint endimörk landa sinna. Ţađ stefnir í slagsmál.
Já, sósíalismi andskotans hefur dúkkađ upp hér á landi og ţar sem síst skyldi.
Ráđherrann stađfesti í viđtalsţćttinum í morgun ađ hann ćtlađi ađ leggja ţennan skatt á, annađ hvort á nćsta ári eđa ţar nćsta. Og hann bćtti ţví viđ ađ allir vćru ofsalega glađir međ ţetta, hún og ferđaţjónustuađilar og áreiđanlega tveir eđa ţrír ađrir.
Hún lét ţó vera ađ nefna mig eđa ţig, lesandi góđur. Hún sleppti ţví ađ nefna ţá sem skatturinn á ađ leggjast á, okkur, almenning í landinu. Hún nefndi ekki fjárhćđ skattsins, sem ábyggilega verđur um 20.000 krónur. Hún veit ekkert hvađ gera á viđ ţessa peninga eđa hvernig á ađ úthluta ţeim. Nei, enn skatturinn verđur lagđur á.
Ađ hćtti svo margra stjórnmálamanna hefur hún engin samráđ haft viđ okkur, hvorki félagasamtök, hreyfingar né einstaklinga. Og síst af öllu mun hún standa fyrir ţví ađ efna til ţjóđaratkvćđagreiđslu um máliđ. Almenningur hefur auđvitađ ekkert vit á fjáröflun ríkisins eins og ítrekađ var fullyrt af ráđherrum síđustu ríkisstjórnar.
Ragnheiđi Elínu skal ég segja ţetta eitt, og ţađ fyrir hönd fjölmargra sem ég ţekki og meta frelsi sitt til ferđa um landiđ til jafns viđ önnur lýđrćđisleg réttindi og henni skal ekki verđa kápan úr ţessu klćđinu. Ég held ađ fleiri en ég séu ţessarar skođunar og margir ţeirra eru Sjálfstćđismenn. Hins vegar stendur Sjáflstćđisflokkurinn hjá og virđist ekki ćtla ađ rćđa ţessi mál á opinberum fundum.
Líklega ćtti ferđamálaráđherrann ađ íhuga ţađ sem segir í Staksteinum Morgunblađsins á laugardaginn en ţar rćđir höfundurinn um lćkkun á útsvari Vestmannaeyjarbćjar:
Ţetta viđhorf til fjármála hins opinbera og skattgreiđenda er ţví miđur allt of sjaldséđ. Oft er viđhorfiđ ađ hámarka skatttekjur međ öllum tiltćkum ráđum, en markmiđ ţeirra sem fara međ opinber fjármál ćtti einmitt ađ vera ađ taka sem allra minnst fé af almenningi en skilja sem mest eftir til frjálsrar ráđstöfunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.