Jarðskjálftahrinan við Víflsfell og í Jósefsdal

VifilsfellUndanfarna daga hafa verið jarðskjálftar í kringum Vífilsfell, þó einkum austan við það, í Jóskefsdal og þar fyrir ofan. Þeim virðist þó fara fækkandi, enginn skjálfti hefur mælst þar frá því fyrir klukkan sex í morgun.

Á myndinni til vinstri má sjá hvar upptök skjálftanna eru. Myndin er fengin frá Google Maps og skjálftarnir eru skráðir þarna inn samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands.

Ágætt er að tvísmella á hana og stækka til að sjá hvernig þessi þyrping skjálfta raðast í landslagið. Sem leikmanni finnst mér merkilegast að sjá að þeir eru upp um báðar hlíðar Jósefsdals, en frekar lítið utan hans. Þeir eru í Sauðdalahnúkum, Páskabrekku og Ólafsskarði og Ólafsskarðshnúk svo nokkur örnefni séu talin upp. Nokkrir skjálftar eru á efsta hluta Vífilsfell og örfáir í hrauninu, Bruna, austan Jósefsdals. Til samanburðar er önnur mynd þar sem landslagið sést skýrt og greinilega. 

Vifilsfell2

Á jarðfræðibloggi Jóns Frímanns Jónssonar, er sagt að ástæðan fyrir þessum skjálftum sé niðurdæling á vatni, líklega á vegum Orkuveitunnar í Hellisheiðarvirkjun. Ég er ekki mjög trúaður á það, til þess finnst mér of langt í niðurdælingarstaði og að auki er jarðskjálftavirknin svo til eingöngu bundin við Jósefsdal.Raunar má halda því fram að vegalengd þurfi ekki að vera ráðandi í þessu tilviki. 

Hugsanlegar skýringar á jarðskjálftanum er einfaldlega að um sé að ræða hliðrun sem byrjaði með miklum skjálftum við Eldey og hefur síðan flust upp á landi, var síðast í Sandvík á sunnanverðu Reykjanesi, ekki langt frá Reykjanesvita. Tveir gallar eru við þessa skýringu. Annars vegar sá að fáir skjálftar hafa orðið milli Sandvíkur og Vífilsfell og hins vegar að undirritaður hefur ekkert vit á því sem hér um ræðir.

Hitt er þó staðreynd að eldstöðvakerfin á Reykjanesi eru mörg. Þar er þessi kerfi:

reykjanes-kort_3

 

  1. Reykjanes, þar sem Reykjanesviti er
  2. Eldvörp og Svartsengi
  3. Fagradalsfjall
  4. Krísuvík
  5. Brennisteinsfjöll 
  6. Hengill
Hliðrunin hefur því alveg sleppt þremur eldstöðvakerfum, hoppað frá Reykjanesvita og yfir í kerfið sem kennt er við Brennisteinsfjöll. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd sem tekið er af vef isor.is (Íslenskra orkurannsókna).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband