Frambjóðanda á ekki að vera heimilt að hætta við

Í reglum Sjálfstæðisflokksins eru gerðar kröfur til kjósenda og um kjörsókn. Hins vegar eru engar álíka kröfur gerðar til þátttakenda. Þeir geta tekið þátt bara til að prófa hvort þeir komist í ákveðið sæti og þeim er leyft að hætta við. Sumir eiga erindi sem erfiði í prófkjör, aðrir ekki.

Auðvitað á það að vera þannig að sá sem gefur kost á sér í prófkjör sé skuldbundnir að taka það sæti sem hann lendir í svo framarlega sem nægilega mörg atkvæði liggi að baki til að gera úrslitin skuldbindandi.

Það er ófært að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skuli leyfa sér að sýna kjósendum, Sjálfstæðismönnum, þá óvirðingu að velta fyrst fyrir sér hvort hún ætli að taka fjórða sætið og svo eftir nokkra daga lýsa því yfir að hún sé hætt. Út á það ganga ekki stjórnmálin.

Sá sem gefur kost á sér á að ganga alla leið. Hann er siðferðislega skuldbundinn til þess. Um leið er það svo að sá sem vill verða leiðtogi verður líka að átta sig á því, áður en lagt er að stað, að honum gæti mistekist.

Kjósendur eiga fyrirfram rétt á því að vita hvort frambjóðandi sé svo tapsár að hann treysti sér ekki til að taka annað sæti en það sem hann býður sig fram í.


mbl.is Þorbjörg Helga tekur ekki sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er alveg sammála þér Sigurður. ég er ekkert á móti konum nema síður sé. En ef ég ætti fyrirtæki með tveimur forstjórum, sem er nú afar sjaldgæft, þá myndi ég ráða þau sem væru frambærilegust, hvort sem það væru, 2 konur eða 2 karlar. eða 1karl og 1 kona.

Eyjólfur G Svavarsson, 19.11.2013 kl. 14:38

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Kosning Þorbjargar var ekki bindandi.

Hún sóttist eftir foystusæti, fékk það ekki. Þetta er eins og að sækja um stöðu sem forstjóri en fá vinnu á sem almennur starfsmaður.

Þú hlýtur að skilja það.

Þóra Guðmundsdóttir, 19.11.2013 kl. 14:38

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Síst af öllu er hægt að líkja framboði í prófkjöri við umsókn um starf. Framboð hefur allt annað eðli, aðdragandinn er allt annar og ekki er um neina ráðningu að ræða.

Ég trúi ekki öðru en að þú skiljir þetta, Þóra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.11.2013 kl. 15:04

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er bara þannig, Sigurður, að kosningaþátttaka var það lítil að niðurstaðan er EKKI bindandi fyrir neinn.  Þannig að sökin liggur hjá hinum almenna Sjálfstæðismanni og kjörnefnd er í lófa lagið að breyta niðurstöðunni fram og til baka.

Jóhann Elíasson, 19.11.2013 kl. 15:24

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jóhann, bestu þakkir fyrir innlitið. Gerðar eru kröfur til þess að menn fái að minnsta kosti helming atkvæða til að kosning sé bindandi en hún er aldrei bindandi fyrir frambjóðanda. Hann getur hlaupist á braut ef honum sýnist. Það bendir ekki til að fyrirfram hafi verið málefnaleg hvöt til framboðs, áhugi og eldmóður fyrir starfinu. Þyrfti ekki að gera þær kröfur til frambjóðenda að þeir taki það sæti sem þeir fá reynist kosningin bindandi?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.11.2013 kl. 15:34

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bindandi eða ekki bindandi er bara orðaleikur fyrir þá sem ekki geta sætt sig við sitt gengi í kosningum.

Spurningin í þessu tilfelli er hvort Þorbjörg Helga bauð sig eingöngu fram í fyrsta sætið eða hvort framboð hennar var opnara. Í því ljósi verður að meta viðbrögð hennar. Brotthvarf hennar fjölgar í það minnsta ekki konum á listanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2013 kl. 16:12

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Er hægt að KREFJAST fyrsta sætisins? Prince Trabant lætur gott heita að vera í öðru sætínu. Sýnileiki er mikilvægur í pólitík og af þeim sem buðu sig fram, hefði Kjartan Magnússon átt að rúlla yfir þetta á þeim grundvelli.

Flosi Kristjánsson, 19.11.2013 kl. 20:28

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þetta er umsókn um starf, í þágu borgarbúa.

Hennar hugmyndum var hafnað og þá er ekkert eðlilegra en að draga sig í hlé.

Það væri ekki sanngjarnt að skylda fólk til að taka sæti sama hvernig raðaðist á lista.

Til dæmis getur skipt máli fyrir aðra hver hlýtur fyrsta sæti. Svo gæti farið að í fyrsta sæti lenti maður sem viðkomandi getur ekki hugsað sér að vinna með.

Svo eru kannski ekki allir tilbúnir að skuldbinda sig til að taka sæti sem telst óörugg. Bíða fram á kjördag til að vita hvort þeir hafi vinnu eða ekki.

Þóra Guðmundsdóttir, 20.11.2013 kl. 00:42

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvaða hugmyndir Þorgerðar Katrínar var hafnað? Kannast ekki við slíkt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.11.2013 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband