Hvar var hann ríkisskattstjóri þegar fiðlutónarnir hljómuðu?

FidlaAlveg er maður steinhissa á Ríkisskattstjóra, ASÍ, Skattrannsóknarstjóra, Lögreglunni, Innannríkisráðherra, STEF og öllum hinum að ekki skulu vera gripið í taumanna.

Jú, stórglæpur hefur verið framinn. Morgunblaðið náði mynd af ósvífnum lögbrjóti í Kringlunni. Hann stóð þar á miðju torgi og lék á fiðlu og vegfarendur þökkuðu fyrir sig og létu peninga í fiðluboxið sem stóð fyrir framan lögbrjótinn.

Hið svarta hagkerfi lætur ekki að sér hæða eða er þetta ekki hluti af því.

Báknið hefur áður sýnt hvað í sér býr og til dæmis stöðvað lögbrjóta sem hafa selt baka kleinur í heimahúsum og selt á víðavangi til styrktar hinum ómerkilegustu málefnum.

Þarna var verið að safna fyrir hjálparstarfsemi á Filippseyjum og söfnuðust 54.000 krónur.

Mér er alveg sama hvað Ríkisskattstjóra finnst en fiðluleikarinn á heiður skilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband