Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert og hvað vill hann?

Kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær er fyrir neðan allar hellur. Hins vegar þurfa að vera góð rök og snjöll ef breyta eigi röðun í fyrstu sex sætin. Enginn hunsar þannig vilja kjósenda, hversu fáir þeir voru í prófkjörinu.

Hvað veldur slakri kjörsókn. Ég held að henni valdi margir samverkandi þættir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn gert almennilega upp hrunið í augum kjósenda. Þrátt fyrir einhverjar umræður á landsfundi hefur almenningur ekki fundið fyrir þeim. Stór hluti kjósenda flokksins lenti illa í hruninu, venjulegt fólk sem átti í raun ekkert annað í íbúðir sínar eða hús og einhvern sparnað á bankareikningum. Margir misstu íbúðir sínar eða þurftu að selja, og þetta fólk kann Sjálfstæðisflokknum engar þakkir fyrir að aða sofið á verðinu, kennir honum um með réttu eða röngu.

Frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð virðist margt reka á reiðanum. Fólk þarf að reiða sig á upplýsingar úr Ríkisútvarpinu eða öðrum fjölmiðlum um það sem ríkisstjórnin er að gera eða ætlar að gera. Allt virðist í einhverri framtíðarþoku.

Í þokkabót hafa aðeins tveir eða þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verið með meðvitund þetta kjörtímabil. Borgarstjórnarflokkurinn hefur hreinlega ekki verið samstíga í stjórnarandstöðu heldur hræðst Jón Gnarr og þann ólýðræðislega flokk sem hann stendur fyrir. Til viðbótar segja margir að Jón Gnarr og flokkur hans hafi ekki gert margar vitleystur.

Hvað er þá Sjálfstæðisflokkurinn að vilja upp á dekk? 


mbl.is Niðurstaðan ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn sem svo margir Sjálfstæðismenn aðhyllast getur varla vafist fyrir þeim að útskýra dræma þáttöku í prófkjörinu þeirra með skorti á eftirspurn.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2013 kl. 15:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir vilja meina að vandi Sjálfstæðisflokksins, bæði í lands-, og sveitarstjórnarmálum sé um að kenna núverandi aftursætisbílstjóra, fyrrverandi fararstjóra flokksins sem enn ráði því sem hann vill ráða.

Ég er sammála því að það er síðasta sort hjá stjórnmálaflokki að hræra í niðurstöðum prófkjörs, hvað sem flokkurinn kallast. Það veikir aðeins lýðræðið, leiti menn stöðugt leiða til að sniðganga niðurstöður kosninga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2013 kl. 16:01

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vandi Sjálfstæðisflokks liggur ekki í niðurstöðu prófkjörsins. Sú niðurstaða er afleiðing vandans.

Gunnar Heiðarsson, 17.11.2013 kl. 16:08

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Guðmundur, eflaust er þetta hluti af skýringunni en fráleitt öll.

Gunnar, niðurstaða prófkjara er alltaf góð, aðeins spurning um þann sjónarhól sem áhorfandinn stendur á. Ég helda að vandi allra stjórnmálaflokka sé mikill, ekki aðeins Sjálfstæðisflokksins.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.11.2013 kl. 17:29

5 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Allir leita endalaust að skýringum um gengi stjórnmálaflokkanna, afhverju þessi fær minna eða meira fylgi í dag en í gær. En ég held að menn séu að leita langt yfir skammt. Staðreyndin er að flest fólk er komið með æluna upp í kok yfir þessum liðleskjum hvort sem er á alþingi eða sveitarstjórnarmálum. Allir þessir galgopar eru í pólitíkinni til að ota sínum tota og hygla sér og sínum en er skítsama um þá sem kjósa þá í þessar stöður. Um leið og þeir komast að kjötkötlunum þá er já nei og satt lygi og öfugt. Út af þessu situr fólk frekar heima en að mæta á kjörstað, vegna þess að það veit að það getur engu breytt. Það á ekkert eftir að breytast í stjórnmálum hér fyrr en allir þessir fornaldarflokkar verða bannaðir, og stokkað upp í nýtt kerfi, t.d tveggja flokka kerfi eða eitthvað annað. Að minsta kosti verður að úthýsa þessum gömlu fornaldarmaskínum sem stjórnað er af elliærum, uppgjafa, fyrrverandi, stjórnmálamönnum og sér hagsmunahópum.

Óli Már Guðmundsson, 18.11.2013 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband