Jón Gnarr eykur skuldir borgarinnar um 750.000 kr á klst.
1.11.2013 | 11:19
Kjartan Magnússon er einn af örfáum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem hefur staðið sig í stjórnarandstöðu. Hann hefur til að bera yfirburðaþekkingu í málefnum borgarinnar, er harðskeyttur í málflutnini en þó alltaf kurteis og sanngjarn. Betra væri ef fleiri stjórnmálamenn hefðu þessa hæfileika til að bera.
Í grein í Morgunblaðinu í morgun bendir Kjartan á að fimm manna fjölskydla í Reykjavík með þrjú börn á skólaaldri muni greiða rúmlega 440.000 krónum meira í skatta og gjöld til borgarinnar en hún gerði við upphaf þessa kjörtímabils.
Frá því meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tók við árið 2010 hafa skatttekjur hækkað verulega eða um 26%. Þær voru tæpir 50 milljarðar árið 2010 en eru áætlaðar 63 milljarðar á næsta ári samkvæmt áætluninni.
Ég efast um að borgarbúar átti sig á þessum staðreyndum að öðrum kosti myndi fylgi Besta flokksins fara í það sama eða neðar en Samfylkingarinnar. Og Kjartan er ómyrkur í máli um skuldastöðu borgarinnar:
Aukningin nemur 26 milljörðum króna á tímabilinu eða 6,5 milljörðum króna á ári frá árinu 2010, sem jafngildir því að allt kjörtímabilið hafi skuldir aukist um 750 þúsund kr. á klukkustund. Niðurstaðan er áfellisdómur yfir fjármálastjórn meirihlutans í borgarstjórn.
Þetta er hrikaleg staða og bendir til þess að hvorki Jón Gnarr né dagur hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir hafa verið að gera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, Sigurður, honum Júlíusi Vífli hefur líka verið tíðrætt um þessa 26.000 milljóna beinu skuldaaukningu Gnarrs&Co 2010-2014. Þær 542 milljónir á mánuði þýða þá að hafi Jón Gnarr unnið 40 stunda vinnuviku, þá hefur hann stýrt beinni skuldaaukningu upp á 27 milljónir á hvern vinnudag og það eru sérstök afköst.
Ívar Pálsson, 1.11.2013 kl. 12:17
Má segja þetta, Ívar? Ég spyr því er greinilega „inn“ að styðja Jón Gnarr en þeir sem eru með málefnalega gagnrýni eru fordæmdir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.11.2013 kl. 12:49
Sigurður, ætli það megi ekki kalla 3,4 milljóna króna skuldaaukningu á vinnustund árum saman, fórnarkostnað þess að fólkið samþykkir hvað sem er yfir sig í borgarstjórnar- kosningum. En þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur: Björt framtíð gætu fengið sex í borginni (ólíkt öðrum!).
Ívar Pálsson, 1.11.2013 kl. 12:57
Jú, líklega er þetta rétt hjá þér. Gæti best trúað að borgarbúar vilji helst af öllu fá að vera í friði fyrir stjórnvöldum og þess vegna kjósa þeir Bjarta framtíð, jafnvel þó hún muni aldrei standa undir nafni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.11.2013 kl. 13:04
Var Jón Gnarr ekki bara hertekinn, (t.d. af Bjartri Framtíð), eins og Ísland var hertekið í heild sinni, með ofurbónusum til starfsmanna í lífeyrissjóðs/banka/stjórnsýslukerfinu?
Jón Gnarr er skynsamari en elítan í reykfylltu bakherbergjunum skilur. Drengurinn hefur sýnt þann þroska að hætta hverjum leik þegar hæðst ber. Margir aðrir "valdamenn" hafa ekki einu sinni komist í námunda við svona siðmenntaðan þroska, á sinni feigðar/frama-valdagræðgi-braut.
Takk fyrir að koma siðfræðinni á blað, í íslenskri stjórnsýslu, kæri Jón Gnarr Kristinsson .
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.11.2013 kl. 17:47
Jón kallinn er búinn að segja að hann hefur ekkert vit á þessu, svo hann hefur ráðgjafa.
Gefum okkur að það sé satt.
Þá er hann með slæma ráðgjafa. Og hann hefur enga forsendu til að halda að þeir séu slæmir, því hann sjálfur viðurkennir að hann hefur ekkert vit á þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.11.2013 kl. 19:39
Neysluvísitalan hefur hækkað um 13% frá maí 2010. 50 milljarðara + 13% hækkun yrði þá um 57 milljarðar. 6 milljarðara hækkun á tímabilinu umfram verðbólgu. Yfir 200 hundruð þúsund á hverja 4 manna fjölskyldu.
Jón Gnarr veit hvað klukkan slær og lætur sig hverfa tímanlega. Reikna má hlutina út á ýmsan máta en borgarfulltrúar verða að gera sér grein fyrir hvert stefnir.
Sigurður Antonsson, 1.11.2013 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.