Ótrúleg frétt Eyjunnar og bókstaflega langsótt

Eyjan

Jótlands-Pósturinn segir að ítölsku dagblöðin La Stampa og Corriere Della Sera fullyrði að á síðasta leiðtogafundi G20 í Sankti Pétursborg hafi Rússar til dæmis gefið öllum fundargestum gjafapoka sem voru fullir af allskonar rafeindabúnaði. Meðal annars hafi verið hleðslutæki fyrir farsíma og minnislyklar í pokanum. Allt var þetta fagurlega skreytt og merkt með merki G20. En það sem fundargestir og móttakendur gjafapokanna vissu ekki var að í öllum rafeindabúnaðinum voru forrit, svokallaðir Trójuhestar, sem voru sérhönnuð til að safna gögnum og senda til Rússlands.

Þetta er dálítið athyglisverð klausa úr vefritinu Eyjan frá því í dag. Tek hins vegar eftir því að það er Eyjan sem hefur það eftir Jótlands-póstinum, sem hefur það eftir La Stampa og Dorriere Della Sera ...

DEN_MJP 2

Svona álíka eins og sagan sem ég heyrði frá Jóni, sem frétti hana frá Pétri og það voru Stína og Gunna sem sögðu honum hana.

Ansi langdregið.

ITA_LS 2

Og meðan ég man. Einhver fullyrti að forsætisráðherra ætti von á barni með einhverri annarri konu en eiginkonu sinni. Þetta hafði einhver frá einhverjum sem hafði það frá allt öðrum. Svona verða skáldsögur að heilögum sannleika.

Allt er þetta spurning um trúverðugleika. Því miður er heimildavinna oft frekar slök. Menn fletta í gengum vefútgáfur erlendra blaða og grípa það sem virkar skemmtilegast og áhugaverðast fyrir hugsanlega lesendur og henda þessu síðan í blaðið eða ritið. Án þess að draga fréttina hér að ofan í efa eða tilgang blaðamannsins þá skiptir heimildavinnan miklu meira máli en svo að það dugi að vitna í frétt á þennan hátt hvað þá að trúa sögunni um forsætisráðherrann af því að þrír hafa sagt hana.

Þegar fréttin er skoðuð með gagnrýnu hugarfari finnst manni hún frekar ótrúleg. Hvernig má það vera að einu ríki detti það í hug að gefa leiðtogum annarra ríkja svona gjafir. Er hægt að ímynda sér að fréttin standist? Nei, ekki einu sinni í James Bond mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband