Fénýting ferðamannastaða og vanræksla ríkisins

DSCN0480

Er til einhver skörun milli eignaréttar annars vegar og hins vegar „réttar“ til að fara óhindrað um land?

Þetta er dálítið snúið mál, fer nálægt því að vera vandamál. Í raun og veru er eignarétturinn varinn í lögum. Þar er tiltekin frjáls umferð manna um land sem ekki er nýtt og þá er ábyggilega átt við landbúnað af einhverju tagi. Auðvitað hefur landnýting breyst á síðustu áratugum. Nú eru lönd nýtt til ferðaþjónustu og margir rukka fyrir aðgang og banna hitt og þetta.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður, gefur sér ýmislegt í bloggpistli sínum. Hann dregur eðlilegar ályktanir af ýmsu og aðrar eru órökstuddar.

DSC_0632

Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég er andsnúinn allri skattheimtu ríkisins og takmörkunum á frelsi til ferðalaga um landið eins og það hefur verið túlkað hingað til. Hitt getur verið lagalegt vandamál ef fyrir mér er girðing sem hindrar för, jafnvel um slóðir sem í árþúsund hefur verið frjáls. Þannig girðingu rakst ég til dæmis á uppi á Hellisheiði þar sem búið var að girða þvert á hinn forna veg sem þaSkatta greiði ég hins vegar með ánægju og vil gjarnan að þeir renni í ríflegum mæli til náttúruverndar.r liggur um. Að mínu mati er slíkt lögbrot enda kærði ég það en sýslumaðurinn á Selfossi hundsaði kæruna.

Skráðir  „eigendur" náttúruperla vilja ekki almenna skattlagningu á ferðamenn. Þá fá þeir ekki  með beinum hætti  hlutdeild í skattheimtunni. 

Þetta er undarleg fullyrðing hjá Ögmundi. Náttúruperlur eru ekki allar skráðar og fæstar þeirra eru ferðamannastaðir og enn síður eru einhverjir sem vilja fénýta sér slíka staði. Í augnablikinu man ég bara eftir fjórum stöðum þar sem einhver stendur fyrir fénýtingu ferðamannastaða eða ætlar sér það. Þetta er Kálfaströnd við Mývatn, Kerið, Landeigendafélag Reykjahlíðar og hluti eigenda Geysissvæðisins.

Ég þekki fjölda staða semóumdeilanlega eru náttúruperlur. Ýmist eru þeir innan eða utan girðinga en yfirleitt þekkjast þeir lítið og teljast því fæstir ferðamannastaðir.

Í ljósi þessa finnst mér Ögmundur gera lítið úr eignaréttinum og það sem verra er, hann setur alla landeigendur undir sama hatt. Það má hins vegar ekki gera enda er slíkt alhæfing sem stenst ekki nema undangenginn könnun á viðhorfi allra landeigenda sanni slíkt. 

Veiti landeigandi þjónustu er honum að mínu mati algjörlega heimilt að rukka fyrir hana. Það gera til dæmis eigendur í Reykjarfirði við Geirólfsgnúp. Þar greiðir maður fyrir tjaldsvæði en fær að ganga óhindrað í gegn. Í boði er rennandi vatn og salernisaðstaða sem mér er í sjálfsvald sett hvort ég nýti mér. Eigendurnir loka hins vegar ekki landi sínu fyrir ferðamönnum og rukka gjald fyrir að fá að fara í gegnum það.

Eigendur Kersins í Grímsnesi bjóða ekki upp á neitt annað en rukka svokallað glápgjald. Það er samheiti yfir það gjald sem landeigandi krefst fyrir að leyfa almenningi að skoða landslag innan girðingar án þess að veita þjónustu.

Skatta greiði ég hins vegar með ánægju og vil gjarnan að þeir renni í ríflegum mæli til náttúruverndar.

Í þessum orðum Ögmundar felst kjarni málsins. Við greiðlum öll skatta, beint eða óbeint, sem og fyrirtækin í ferðaþjónustu og innlendir og erlendir ferðamenn greiða óbeina skatta í ríkum mæli og allt fer þetta í sömu hítina sem skammtar síðan örlítið til baka.

Ríkisvaldið sinnir einfaldlega ekki skyldu sinni en hefur engu að síður forræðið fyrir langflestum náttúruperlum landsins. Það lætur sér sæma að hirða gríðarlegan gróðann en stendur ekki undir skyldum sínum.

Og nú er ætlunin að skattleggja landsmenn í nafni illra staddar náttúru landsins. Þetta er svona svipað og útvarpsgjaldið, skattur og rukkað sem slíkt hvort sem einstaklingurinn hefur áhuga á dagskrá ríkisfjölmiðilsins eða ekki.

Svokallaðan „náttúrupassa“ á nú að leiða í lög, eflaust rukka eins og útvarpsgjald þannig að enginn komist hjá því að greiða, hvorki einstaklingar né fyrirtæki. Þeir sem þessu munu neita verða hundeltir af fógetavaldinu og gerðir gjaldþrota ef þeir þráast við. Allir eiga að borga hvort sem þeir ferðast eða ekki og sagt er að menn eigi að gera það með glöðu geði enda þurfi náttúran aðstoðar við. Auðvitað er þetta bull.

Ráðherra Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir þessum ósköpum og til upprifjunar var það líka ráðherra sama flokks sem fattaði upp á útvarpsgjaldinu og stóð fyrir því að setja það í lög. 

Svo eru menn hissa á því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar. 

 


mbl.is „Enda á ég Kerið og borga ekki krónu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband