Alltaf gengur Ögmundur heldur skammt
28.10.2013 | 09:26
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og núverandi stjórnarandstöðuþingmaður, gengur aldrei nógu langt. Eðlilega krefur hann íslensk stjórnvöld um útskrift á hlerunum amríkumanna á símum íslenskra stjórnmálamanna, þá einkum vinstri helmingi þeirra ... Hér er ekki um meint símtöl að ræða heldur algjörlega pottþétt að njósnað var um hann.
Hann vill vita svo margt, hann Ögmundur. Eðlilegast hefði verið fyrir hann að krefjast útskriftar af öllum hleruðum símtölum og þau verði gerð opinber, birt í sérstakri skýrslu, frá orði til orðs. Þá verður þetta eins og þegar þjóðin gat lesið í Morgunblaðinu um kreditkortanotkun fyrrverandi forstjóra Baugs, sjoppuferðir hans, bíóferðir, innkaup af ýmsu tagi. Pottþétt að sumum fannst þetta einstaklega safaríkt.
Ég hef alveg ótrúleg sambönd við amríkana og njósnastofnanir þeirra. Þess vegna var mér í lófa lagið að fá skýrslu um hlerun á símtali Ögmundar við Steingrím J. Sigfússon frá því 23. janúar 2013 kl. 14.34. Það er svona:
Sæll, Steingrímur.
Sæll, Ögmundur.
Eitthvað að frétta?
Nei, sosum ekkert.
En hjá þér?
Nei, varla neitt.
[Þögn, 30 sekúndur]
Frekar slæmar niðurstöðurnar úr skoðanakönnunum ...
Já, Ömmi, ekki nógu gott ... það reddast samt fyrir kosningar.
Held ekki. Þú ert ömurlegur formaður.
[Þögn, 34 sekúndur]Þú ert nú ekkert skemmtilegur heldur.
[Þögn, 15 sekúndur]
Við þurfum ekkert að tala saman daglega, Ömmi minn.
[Þögn, 21 sekúnda]Nei, þá bara hættum við að talast við.
Ókey þá, bless.
Bless.
Leggðu fyrst á.
Nei, þú ...
Nei, þú ...
Hætt'essu ..
Hætt'essu ...
....
Í niðurlagi skýrslunnar um hlerun á síma Ögmundar stendur eftirfarandi í þýðingu minni.
Legg til að við hættum að hlera síma Íslendinga. Þetta er hundleiðinleg þjóð sem hefur ekkert að segja. Berja á samlöndum sínum eins og börn í sandkassa. Gerir mann geðveikan að hlusta á þessa vitleysu. Veit ekki hvað ég geri ef ég þarf að halda þessu áfram.
Virðingarfyllst, Edward Snowden, hlustari nr. 64666
Voru íslenskir stjórnmálamenn hleraðir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Facebook
Athugasemdir
Heh heh. Nokkuð góð paródía hjá þér!
Ef þig langar að lesa um alvöru leyndarmál þá er hér grein sem birtist í The Reykjavík Grapevine nýlega.
http://grapevine.is/Home/ReadArticle/The-Secret-History-Of-The-Collapse
Hér er brot úr lýsingu:
„The sometimes typo-laden dispatches from Reykjavík not only give a behind the scenes look at intelligence gleaned from meetings, parties, luncheons, phone calls, and lobbyist visits, they also reveal glaring ineptitude and callous cynicism before, during, and after the collapse."
Wilhelm Emilsson, 28.10.2013 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.