Menntamálaráðherra skerðir rekstrargrundvöll fjölmiðla

Með því að lækka framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins af útvarpsgjaldi og heimila stofnuninni að sækja sér enn frekari tekjur á auglýsingamarkaði er menntamálaráðherra að festa í sessi og raunar auka við mikið óréttlæti.

Ríkisútvarpið hefur stuðning ríkissjóð í samkeppni við aðra fjölmiðla og það hefur veitt þeim yfirburðastöðu í áhorfi sem engum hefur tekist að hnekkja, hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Um leið sækir stofnunin rekstrarfé í sölu auglýsinga, gerir eins og önnur fyrirtæki en notar ríkisstyrkta markaðsráðandi yfirburði til þess. 

Önnur fjölmiðlafyrirtæki í útvarpi og sjónvarpi sækja stóran hluta tekna sinna í auglýsingasölu. Þær takmarkanir sem Ríkisútvarpið hefur átt að sæta, en svikist um, eru nú opnaðar og leyfist því að selja tólf auglýsingamínútur á klukkustund í stað átta áður. Dettur einhverjum í hug að þetta hafi ekki áhrif að rekstrargrundvöll annarra fjölmiðlafyrirtækja og þá er ég ekki aðeins að tala um útvarp eða sjónvarp.

Með þessu ætlar menntmálaráðherra að safna sér peningum til að ráðstafa í óskyldar greinar. Það á til dæmis ekki að efla kvikmynda- eða dagskrárgerðar. Nei, þetta á að fara í háskóla landsins. Gott og blessað, en einkastöðvarnar blæða fyrir þessar breytingar.

Það er hins vegar ekki nýtt að markaðir tekjustofnar ríkisins séu notaðir í allt annað en þeim var ætlað að gera. Segjum það líka gott og blessað.

Hitt er fjarri því að vera gott og blessað að ráðherra Sjálfstæðisflokksins skulu ekki breyta þeim lögum sem skikka mig til að greiða tæplega tuttugu þúsund krónur á mánuði í áskrift að stofnun sem ég vil ekki vera áskrifandi að.

Hefur það ekki flögrað að honum á þeim tíma sem tekjuskattur er lækkaður um þrjú þúsund kall að meðaltali að nærri átján þúsund króna skattalækkun gæti komið fleirum til gagns?

Er ekki fleirum Sjálfstæðismönnum sem finnst ofangreint vera allt orðið svo ansi öfugsnúið og andstyggilega fjarri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Og á svo á maður að klappa menntamálaráðherra á axlirnar og kyngja þessum bruggi.

Nei, ég held að fáir kunni ráðherra þakkir fyrir þetta. 


mbl.is Rýmka auglýsingaheimildir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurður

Eins og vænta mátti, þá hlaust þú ekki verðskuldað brautargengi, þegar þú gafst kost á kröftum þínum í þingsveit flokksins, enda ert þú líklega ómengaður Sjálfstæðismaður - hreinn og beinn.

Ég hvet þig til að fara að dæmi Halldórs í Holti, því líkt með hann og óteljandi aðra sanna Sjálfstæðismenn, þá eru það í raun og veru ekki þeir sem hafa yfirgefið flokkinn, heldur er það flokkurinn, eða öllu heldur flokkseigenda félagið sem hefur yfirgefið þá.

Með óbreyttum áherslum, stefnir Sjálfstæðisflokkurinn í að verða öðru hvoru megin við 20% flokkur í fyrirsjáanlegri framtíð og á það ekki síður við um borgarstjórnarflokkinn í höfuðborginni, sem líklega má prísa sig sælan með fjóra kjörna fulltrúa eftir kosningar í vor, fölur og fár.

Jónatan Karlsson, 27.10.2013 kl. 15:54

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Jónatann. Haldór Gunnarsson er góður og gegn maður, eflaust miklu skynugri og pólitískt öflugri en ég. Hins vegar sé ég ekki hvaða erindi ég í aðra flokka. Ég er og verð Sjálfstæðismaður en leyfi mér þann munað að gagnrýna. Í kjörnum embættum á vegum hans er ekki einn einasti maður sem hafinn er yfir skynsamlega gagnrýni borna er fram af vinsemd og heilindum.

Þarna þekki ég fjölda fólks sem ég ber mikla virðingu fyrir, sumir eru í ábyrgðastöðum, aðrir „á gólfinu“ eins og ég. Þetta fólk þykir mér vænt um og myndi saknað þess ákaflega ef ég álpaðist í burtu. Auk þess er maður orðinn alltof gamall til að nenna að leita nýrra vina ;-), þeir gömlu verða að duga sé eitthvað varið í þá.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.10.2013 kl. 16:15

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thessi gjorningur menntamalaradherra er hreint med olikindum. Hvad vard eiginlega um slagordid "BAKNID BURT" sem ungir sjalfstaedismenn homrudu a a sinum tima a sjounda og byrjun attunda aratugarins? Sa hluti theirrar forystusveitar ungra sjalfstaedismanna, sem seinna komst til valda, hefur att mestan thatt i thvi ad blasa ut baknid og thad med thvilikum oskopum ad enn ser ekki fyrir endann a oskapnadinum. Rikisutvarpid er timaskekkja og algerlega oskiljanlegt ad thessi oskapnadur skuli fa ad hrauna yfir edlilega samkeppni og skikka folk til ad greida fyrir med godu eda illu. Nu sidast med Ill uga i broddi fylkingar. Sveiattan barasta.

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2013 kl. 16:49

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Tek heilshugar undir þessi skrif þín Sigurður og þú ert ekki einn um að gagnrýna samflokksmenn þína. Frá mínum póli er algerlega öfugsnúið að auka frjálsræði Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Ekki myndi ég kippa mér upp við það að ákúrur og skammir "yfirþjóðlegrastofnana" birtust einn daginn, ef þetta verður að veruleika.

Sé reyndar ekki til hvers verið er að halda úti samkeppniseftirliti nema þá akkúrat til að slá á putta líkt og þessa.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.10.2013 kl. 17:22

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir vinsamleg orð, Sindri Karl. Ef eitthvað er væri nú aldeilis gaman ef ríkið væri svipað að umfangi og það var á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, Halldór Egill. Hefði síðan hvorki stækkað að umfangi né hlutfallslega ... Báknið varð því miður kjurrt þrátt fyrir allt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.10.2013 kl. 18:59

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég biðst afsökunar, en ég skil ekki hvernig stjórnmálamenn marka ákveðna tekjustofna ár eftir ár í ákveðin verkefni, en svíkjast síðan um að nota þá í tilskilin mál, heldur taka af þeim stóra hluta, stundum allt að helming, í allt önnur verkefni.

Af hverju geta mennirnir ekki haft þetta á hreinu þannig að fé, sem skattborgarar borga, fari í það sem það á að fara. Af hverju geta þeir ekki bara lækkað viðkomandi skatt eða gjald í stað þess að vera með þetta rugl?

Ómar Ragnarsson, 27.10.2013 kl. 21:34

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sagan er uppfull af þessum dæmum, Ómar. Átti til dæmis gjald á bensín að fara í samgöngumál eða bifreiðagjaldið? Manstu eftir gamla flughafnarskattinum sem átti að ganga til uppbyggingu í ferðaþjónustu en hún sá aldrei krónu af? Svo var það þjóðarbókhlöðuskatturinn? ... man ekki fleiri dæmi í svipinn.

Markaðir tekjustofnar eru oft „easy money“ fyrir stjórnmálamenn sem verða fyrir vikið „markeraðir stjórnmálamenn“ ... eða þannig. Lélegt skop.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.10.2013 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband