Þeir njósna hver um aðra og sjálfa sig í þokkabót

Fjölmiðlar hér á landi og erlendis hafa birt mynd af Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem hún veifa síma. Nú er komið í ljós að Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin (NSA) hefur hlerað síma kanslarans og líklega þrjátíu og fjögurra annarra þjóðarleiðtoga, vinaþjóða sem annarra.

Við njósnum ekki um vini okkar“, sagði Merkel eða einhver annar í hennar nafni.

Bandaríkjamenn ku hafa gefið út yfirlýsingu að sími kannslarans væri ekki hleraður né heldur væri það ætlunin. Þögn þeirra um hvað þeir hafa gert er ansi hávær og bendir allt til að þeir hafi lengi hlerað síma kanslarans.

Allt þetta bendir til tveggja ályktana. Annað hvort hefur þýska þjóðaröryggisstofnunin (eða hvað þýska njósnastofnunin heitir) ekki vitað um hlerun NSA á síma kanslarans eða þá að hún hefur ekki sagt frá því.

Líkur benda til þess að vestræn ríki, Kína, Rússland og líklega flest önnur, njósni um alla þá þjóðarleiðtoga sem þeir geta komist í tæri við og það sé óformlegt samkomulag að þegja um slíkt. Hins vegar stendur leikurinn um tæknilegar útfærslur, að reyna að komast undan njósnunum, hafa síma, húsakynni og fundarstaði þjóðarleiðtoga þannig að ekki sé hægt að hlera og sjá það sem þar fer fram.

Hins vegar ættum við ekki að láta það koma okkur á óvart þótt í ljós komi að NSA hleri síma forseta Bandaríkjanna, þýska njósnastofnunin hleri síma kanslara Þýskalands, breska MI5 og MI6 hleri síma forsætisráðherra Bretlands og svo framvegis ... Þeir njósna sem sagt hver um aðra og í þokkabót um eigin stjórnmálamenn og leiðtoga auk þess að hlustað er á öll símtöl almennings.

Og hvers vegna allar þessar njósnir? Jú, af því að þær eru tæknilega mögulegar ... Það sama er með hundinn sem mígur utan í ljósastaura, hann gerir það af því að hann getur það.

Þeir sögðu það sjálfir, Árni Páll Árnason, Össur Skarpéðinsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Svavar Gestsson og örfáir aðrir, að sími þeirra hafi verið hleraðir. Þá tökum við trúanlega ...

Geti ekki látið hjá líða að vísa til annars njósnapistils: Eineygður öðru megin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband