Að vera ólæs sér til gagns

Í dag eru of mörg börn ólæs sér til gagns við lok grunnskóla.

Þegar ég las þetta í grein Sturlu Kristjánssonar, kennara, í Morgunblaðinu í morgun, stoppaði ég og hváði, líklega upphátt. Svo hló ég enda er þetta merkingarleysa.

Sturla hefur þetta úr fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna frá því 18. september. Og hann tínir til annað gullkort til:

Sjálfstæðismenn telja nauðsynlegt að nú þegar verði sett skýr markmið um að fækka börnum sem geta ekki lesið sér til gagns.

Ég var hættur að hlægja þegar ég las þetta og eiginlega fannst mér svona hrærigrautur hræðilegur til aflestrar, skiptir engu hver á í hlut. Er ekki einhver sem hefur einhverja reynslu sem les yfir bókanir og fréttatilkynningar borgarstjórnarflokksins? Honum er ekki sæmandi að senda svona bull frá sér.

Tekið skal fram að feitletranir hér að ofan eru á mína ábyrgð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Maður gæti spurt hvaða aðgerð það er "að fækka börnum sem geta ekki lesið sér til gagns" ?

Kv. Steinmar

Steinmar Gunnarsson, 25.10.2013 kl. 19:13

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vissara er að lesa hér ekki hér bókstaflega til ógagns, auðvelt er að ímynda sér blóðuga hnífa eftir niðurskurðinn ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.10.2013 kl. 19:33

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sigurður, þetta er vissulega fyndið en kannski ekki alveg óskynsamlega orðað, frekar en skynsamlega óorðað.

Að vera óliðtækur merkir ekki að vera tækur í ólið. Að vera ólæs til gagns getur hins vegar haft tvær merkingar: Að hafa gagn af ólæsi, eða hafa ekki gagn af læsi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.10.2013 kl. 13:28

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hmm ...

;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.10.2013 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband