Útvarpsgjald út yfir gröf og dauða
25.10.2013 | 08:28
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að látinn maður nýti sér ekki Ríkisútvarpið og skuli því ekki greiða skatt sem nefnist hinu áferðarfagra nafni útvarpsgjald.
Ekki er talið fullsannað að látinn maður hlusti ekki á Ríkisútvarpið eftir dauðann. Því gæti verið skynsamleg ráðstöfun að setja í lög að látnir skuli greiða útvarpsgjald. Það gæti reddað ýmsu fyrir stofnunina.
Enn muna margir þá tíð, enda ekki svo ýkja langt síðan, er útvarpsgjald var lagt á öll heimili. Þá áttu allir að eiga útvarp eða sjónvarp.
Gekk það svo langt að hringt var heim til fólks og ef börn svöruðu voru þau plötuð til að kjafta frá útvarp- eða sjónvarpseign með því að spyrja hvort ekki væri gaman að hlusta á þessi apparöt ... Ástæðan var sú að það var talið hafið yfir skynsaman vafa (svo gripið sé til þýðingar á alkunnum frasa úr amrískum löggumyndum) að allir hlustuðu og horfðu á Ríkisútvarpið. Þeir sem sögðust ekki gera það væru að skrökva.
Þættist maður ekki eiga útvarp eða sjónvarp var viðkvæðið yfirleitt það hjá innheimtudeild Ríkisútvarpsins að maður þyrfti að sanna það ...
Fátt hefur breyst í innheimtumálum fyrir Ríkisútvarpsins. Nú þarf maður eflaust að sanna það að maður sé dauður. Og helst að koma í eigin persónu með bevísið.
Útvarpsgjald á dánarbú stóðst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
RUV hefur alltaf farið ótroðnar slóðir í innheimtu.
Man einu sinni þegar ég legði kjallaraíbúð í teigunum, og var ekki með sjónvarp.
Kvöld eitt æpti 5 ára dóttir mín upp að það hefði einhver verið að glápa á hana á glugganum.
Þreif ég hafnarboltakylfuna, rauk út og fann þar stúlku og pilt sem sögðust vera að vinna við tækjaleit á vegum RUV.
Sögðugt þau vera með lista af heimilisföngum, sem þau ættu að gæjast inn um glugga til að sjá hvort fólk væri að horfa á sjónvarp.
Þvílík stofnum.
Birgir Örn Guðjónsson, 25.10.2013 kl. 12:05
Sæll, Birgir. Svona sögur heyrði ég oft á þessum tíma. Í dag hlær maður að þessu en samt ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.10.2013 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.