Eru 20% íslenskra íbúða undirlögð áhrifum eitursvepps?
21.10.2013 | 08:04
Myglusveppur er eitt alvarlegasta vandamáli sem íbúðaeigendur standa frammi fyrir. Hann er stórkostlega heilsuspillandi, uppgötvist hann ekki tímanlega. Undanfarna mánuði hef ég starfað dálítið fyrir Hreinsanda ehf. sem getur fjarlægt eituráhrif myglusvepps úr húsmunum með ósón.
Nær vikulega hef ég talað við fólk í vanda. Margt þeirra hefur búið í svona húsnæði í mörg ár og það þjáist af ýmis konar kvillum, öndunarfærasjúkdómum, sárum á húð, mótstöðuaflið minnkar gegn fjölmörgum sjúkdómum og svo má lengi telja.
Vandinn er sá að myglusveppurinn gefur frá sér eitur sem berst um íbúðina og þeir sem þar búa anda þessu eitri að sér. Sveppurinn æxlast með gróum sem hann dreifir frá sér. Hvort tveggja sest í húsgögn og það er alkunna að þó fólk flytjist í húsnæði sem hefur ekki myglusvepp er eitrið enn í húsgögnunum og veldur fólki áframhaldandi vanlíðan.
Fyrir vikið hafa margir gripið til þess ráðs að henda húsgögnum og keypt sér ný og þessu fylgja auðvitað mikil fjárútlát og sársauki að þurfa að losa sig við muni sem það hefur tengst tilfinningalegum böndum.
Þetta er hægt að koma í veg fyrir og spara fólki fjárútlátin. Verra er að útlokað er að finna eitursvepp með mælingum. Hann er alltaf hulinn augum fólks, felur sig þar sem hann hefur nægan raka, til dæmis í þaki sem ekki hefur verið rétt byggt, baðherbergjum og eldhúsi. Margir hafa sagt að það sé útilokað að búa til baðherbergi með því að nota timbur í smíðarnar. Fyrr eða síðar verður leki og þá kviknar myglusveppurinn. Þetta gerist miklu síður í steinsteyptum baðherbergjum eftir því sem kunnugir segja mér.
Á ákaflega merkilegri ráðstefnu sem fyrirtækið Líf og heilsa og Endurmenntun hélt í byrjun september síðast liðinn (og fjölmiðlar sögðu ekkert frá) kom fram að á Norðurlöndum væri allt að 20% húsnæðis undirlagt myglusveppi. Er nokkur ástæða til að ætla að hann sé sjaldgæfari hér?
Tryggingar bæta ekki tjón sem verður vegna myglusvepps nema því aðeins að hann myndist vegna leka úr íbúðinni fyrir ofan. Hins vegar bæta tryggingar aldrei fjárhagslegan tjón fólks, hvað þá heilsufarslegan skaða.
Fyrirtækið Hreinsandi ehf. hefur tekið til sín húsgögn sem menguð er vegna myglusvepps, hreinsað þau og síðan sett í ósonklefa en þar gerir ósónið út af við eitrið og gróin og húsgögnin eru í fullkomnu lagi á eftir samkvæmt umsögnum eigenda.
Tugir húsa lagfærðir vegna myglusvepps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.