Borgarstjóri með enga ábyrgð

Á kjörtímabilinu hafa Samfylkingin og Besti flokkurinn breytt stjórnskipulagi ráðhúss Reykjavíkur í þeim tilgangi að losa sitjandi borgarstjóra undan skyldum sínum. Í meginniðurstöðum sex mánaða gamallar skýrslu úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kemur fram að óheppilegt sé að litið sé svo á að það sé að einhverju leyti valkvætt með hvaða hætti æðsti embættismaður borgarinnar (borgarstjóri) hagi aðkomu sinni að því starfi.

Þessi fráleita stjórnsýsla er í boði Besta flokksins og Samfylkingarinnar.

Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sá sem er iðnastur borgarfulltrúa að skrifa í fjölmiðla og tjá skoðanir sínar í borgarmálum. Segja má að aðrir borgarfulltrúar séu gjörsamlega meðvitundarlausir enda ljóst að Besti flokkurinn í borgarstjórn er lítill hópur fólks sem hefur ekkert bakland og segist sjálfur ekki vera lýðræðislegur í eðli sínu.

Kjartan gagnrýnir forgagnsröðun Samfylkingar og Besta flokksins og bendir á að gæluverkefnin njóti meira vægis en önnur. Hann nefnir Hofsvallagötuklúðrið og segir:

Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Vesturbænum í síðasta mánuði um breytingarnar á Hofsvallagötu. Æðstu yfirmenn verklegra framkvæmda hjá borginni, Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sáu ekki ástæðu til að sækja fundinn og hlusta þar á sjónarmið íbúa. Þess í stað lýsti einn æðsti embættismaður borgarinnar því yfir í upphafi fundar að Jón Gnarr borgarstjóri bæri enga ábyrgð á framkvæmdunum. Varla er hægt að finna skýrara dæmi um það hvernig Jón Gnarr smeygir sér markvisst undan þeirri ábyrgð, sem fylgir starfi borgarstjóra. 

Auðvitað gengur það ekki að æðsti embættismaður borgarinnar sé ófær um að gegna stöðu sinni og hafi hvorki þekkingu né vilja til þess.

Niðurstaðan er sú að nánustu samstarfsmenn Jóns Gnars mynda skjaldborg í kringum hann og gæta þess að enginn nái til hans. Blaðamenn þurfa að leggja inn þær spurningar sem ætlunin er að þýfga manninn um, hann lærir svo svörin og gætir þess að svara engu öðru.

Að auki þarf hann ekki lengur að vinna vinnuna sína, heldur fær hann að taka þátt í þeim leik sem hann ákveður hverju sinni og það á fullum launum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband