Borgarstjóri úti á Borgartúni

Þetta hefur komið inn á borð hjá okkur og það er eins með þetta og öll önnur svipuð mál þar sem framkvæmdir hafa verið, við reynum að lágmarka óþægindi og betrumbæta ef þurfa þykir. [...] En ég þekki það ekki hvort til stendur að setja útskot fyrir strætó þarna.

Jón Gnarr Kristinsson, borgarstjóri í Reykjavík, í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Rætt er um umferðateppu i Borgartúni sem strætisvagnar skapa vegna þess að ekki voru gerð útskot til að þeir gætu stoppað og um leið hleypt umferð framhjá sér. Nú er ætlunin að umferðin sé á strætisvagnahraða sem á víst að draga úr notkun einkabíla ... 

Borgarstjóri á að taka afstöðu, lætur laga það sem laga þarf, hann stjórnar. Nema því aðeins að hann vinni gegn hagsmunum þeirra sem ferðast á einkabílum um borginna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband