ÍBV heldur upp á 20 ára gamlan sigur á KR

Margir glöddust þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Gerðu margir sér dagamun af því tilefni, en þó ekki allir. Víkverji Morgunblaðsins segir frá annarri sýn á afrek KR-liðsins.

Þær voru naprar kveðjurnar sem stuðningsmenn KR fengu frá íþróttadeild RÚV. Í staðinn fyrir að sýnt væri frá því þegar 2.000 manns á öllum aldri komu saman á Eiðistorgi til þess að hylla nýkrýnda Íslandsmeistara var sýnt frá um 20 Eyjamönnum komnum af léttasta skeiði að fagna því að einu sinni fyrir langa löngu náði ÍBV að vinna KR í fótbolta. Fyrir einskæra tilviljun var útvarpsstjórinn sjálfur mættur líka í þann fríða flokk. Víkverji telur að næst þegar KR fagnar Íslandsmeistaratitli ætti félagið að bjóða útvarpsstjóranum sérstaklega á sigurhátíðina, svona bara til þess að tryggja það að RÚV sýni nú eitthvað aðeins frá henni. Stöð 2 fær hins vegar hrós fyrir sína umfjöllun frá Eiðistorgi .

Ég man eftir þessum fréttum Ríkisútvarpsins og undraðist þó ég hefði nú dálítið gaman af því að menn úti í Eyjum haldi sigurhátíð vegna einstaks sigurs á KR fyrir ævalöngu. Ríkisútvarpið er einfaldlega skrýtinn fjölmiðill allra landsmanna - afsakið ... allra Eyjamanna eða tuttugu þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kostulegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2013 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband