Koma þarf skúrkunum bak við lás og slá

Þegar almenningur gerist þreyttur á aðgerðarleysi stjórnvalda eða honum ofbýður er ekki gott í efni. Vissulega geta embættismenn litið stórt á sig og gert lítið úr kvörtunum, kallað þá kverúlanta sem gagnrýna. 

Hversu erfitt er til dæmis að taka glæpastarfsemi hér á landi föstum tökum. Það þarf ekki nema gott eftirlit á þeim sem ítrekað eru dæmdir fyrir brot, rafrænt eftirlit ef því er að skipta. Hversu margir atvinnuglæpamenn eru hér starfandi og hversu margir leiðast út í glæpi vegna fíkniefnaneyslu?

Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali, ritar litla grein í Morgunblaðið í morgun. Án efa taka flestir undir með honum þegar hann segir:

Hvernig væri að breyta leikreglunum núna? Framvegis verði þær miðaðar við hagsmuni almennings en ekki brotamannanna? Til dæmis þannig að þeir sem staðnir eru að ölvunarakstri og akstri undir áhrifum fíkniefna verði tafarlaust teknir úr umferð og sendir í einhvers konar meðferð. Að auki væru þeir sviptir ökuréttindum ævilangt og ökutæki þeirra undantekningalaust gerð upptæk. Er ekki kominn tími til að litið verði á þessi brot sem tilræði við borgarana? 

Þegar menn brjóta ítrekað og ákveðið af á hreinlega að svipta menn réttindum sínum og setja á bak við lás og slá þar til þeir sjá að sér. Lausnin er að minnsta kosti ekki sú að lögleiða fíkniefni.

Staðreyndin er einfaldlega þessi: Það geta varla verið „nein geimvísindi“ í 300.000 manna samfélagi að fylgjast með skúrkunum og koma böndum á þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband