Sigmundur Davíð og Bjarni, hvert í fjandanum liggur leiðin?

Mikið óskaplega flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, efnislega ruglingslega stefnuræðu í kvöld. Verð að segja að vonbrigði mín voru mikil með ræðuna sem og ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins.

Hér stíga fram ungir menn og eiga að byggja á nýjum vinnubrögðum og nýjum verkefnum. Nei, voru ungir menn með aldraðar hugmyndir. Ekkert nýtt sem skiptir máli, aðeins farið fram með gamlar lausnir í nýlegum umbúðum.

Fimm árum eftir hrunið og fjögurra ára hrunstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er ekkert að gerast. Síðasta ríkisstjórn spólaði í sömu förum og nú þykjast forvígismenn þeirra geta allt gert sem þeir vanræktu á með völdin vöru þeirra.

Og hvað gerum við núna sem biðum eftir betri tíð með blóm í haga? Eigum við aða halda áfram að bíða?

Ég tek dálítið mark á Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins. Hann segir í pistli á Evrópuvaktinni og er það að setja niður í við formann VG sem gagnrýnir fjárlagafrumvarpið:

Það er hægt að gagnrýna núverandi ríkisstjórn fyrir að grípa ekki til róttækra aðgerða með uppskurði á ríkiskerfinu í grundvallaratriðum til þess að rjúfa þá stöðnun en það er ekki hægt að skamma hana fyrir aðgerðir sem leiði til stöðnunar. Hún hefur verið til staðar.

Styrmir segir í öðrum pistli og er þar að fjalla um hagvöxtinn sem hann sér ekki nein merki um í nýju fjárlögunum. 

Þeir sem gerðu sér vonir um að með fyrsta fjárlagafrumvarpi hinnar nýju ríkisstjórnar yrði einhvers konar umbylting í opinbera kerfinu hafa hins vegar orðið fyrir vonbrigðum. Þetta er ekki slíkt fjárlagafrumvarp.

Framtíðarsýn Sigmundar Davíðs og Bjarna virðist vera dálítið þokukennd. Þeir félagar hafa að minnsta kosti ekki náð að blása mér bjartsýni í brjóst. Hafi það ekki tekist með mig, innvígðan Sjálfstæðismanninn, hver skyldi árangurinn hafa verið með aðra, almenning ... sjálfa þjóðina.

Nei, þeir náðu ekki að hrífa mig með. Kolamolatal Sigmundar Davíðs var ekki viðeigandi. Ég áttaði mig ekki á Bjarna. Ekkert nýtt var í ræðu hans. Þarna gæti hafa staðið Magnús Jónsson frá Mel, Gunnar Thoroddsen eða einhver annar af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sem stóðu fyrir áratugum fyrir fjármálum ríkisins. Sama ræðan ... Engin breyting á ástandi aðeins plástrar. „Viljum ekki eyða meira en við öflum“... Þetta sögðu þeir allir.

Undanfarna daga hef ég spjallað við fjölda mann, í heita pottinum í laugunum og víðar. Heyrðu, Sigurður, er sagt og margir benda vísifingri að mér. Svo er spurt. Hvers vegna er ríkisstjórnin að lækka skatta á útgerðinni, afnema auðmannaskatt á sama tíma vantar peninga til að reka ríkissjóð?

Mér vefst að sjálfsögðu tunga um höfuð og tala um að auka fjármagn í umferð, auka möguleika fyrirtækja til að fjárfesta. Fólk skynjar heimsku mína og vanþekkingu og býðst í staðinn til að tala um haustið og veðrið framundan. Ja, hérna ...

Hins vegar náði ræða formanns VG að heilla mig - hefði hún ekki gleymt stað og stund. Gleymdi því að fjögurra ára ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar skilaði litlu nema þokkalegu bókhaldi. Hún var að gagnrýna núverandi ríkisstjórn er um fjögurra mánaða gömul. Hún hafði samt rétt fyrir sér að mörgu leiti. Framtíðarsýn núverandi ríkisstjórnar er slöpp, áherslurnar slakar.


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

ja herna ...sitt synist hverju...mer fannst bæði Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra ...aldeilis frábærir báðir ....eg sannarlega skildi báða mjög vel  ...en þeir fara allt aðra leið ...og það held eg rugla einhverja ??

rhansen, 2.10.2013 kl. 21:22

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

rhansen skilur allt sem þeir félagar segja, ertu ekki til með að þýða það fyrir okkur hin ? 

Jón Ingi Cæsarsson, 3.10.2013 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband