Hreinræktaður eða gamaldags niðurskurður

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fylgja nánast hreinræktaðri niðurskurðarstefnu sem reynsla undanfarinna ára í Evrópu hefur sýnt að gerir illt verra,“ segir í tilkynningu frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Ennfremur segir í tilkynningunni að með frumvarpinu sé horfið „frá árangursríkri stefnu fyrri ríkisstjórnar í ríkisfjármálum.

Ræktunarstarf ríkisstjórna er misjafnt. Sumar eru gagnrýndar fyrir fjögurra ára samfellda og gamaldags niðurskurðarstefnu aðrar eru gagnrýndar fyrir fjögurra mánaða hreinræktaða niðurskurðarstefnu. 

Þeir sem heima sitja og jafnvel þeir sem hafa vinnu skilja ekkert í svona ræktunarstarfi og velt fyrir sér hvað Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur haft fyrir stafni síðustu fjögur árin.

Þar á bæ hefur ræktunarstarfið þó skilað svo miklum árangri að nú er hleypt af stokkunum nýræktuðum þingmönnum sem lesa og skilja fjárlagafrumvarp á örfáum nokkrum klukkutímum. Við hin föttum ekkert en þó örlar fyrir þeirri hugsun að VG hefði nú átt að standa sig betur í ríkisstjórn fyrst að skilningur flokksmanna sé svona afburða glöggur, nema því aðeins að nýræktuðu þingmennirnir séu klárir en hinir séu enn við sömu andlegu heilsuna.

Svo má spyrja hvort „árangursríkur niðurskurður“ fyrri ríkisstjórnar hafi verið skárri en hreinræktaður niðurskurður núverandi ríkisstjórnar á að vera. 

Raunar er svo árangurslaust að velta fyrir sér ályktun Vinstri grænna, svona svipað og að reyna að átta sig á því hvort þeir hafi fengið meðvitund eða misst hana.

Eitt er hins vegar víst, síðasta ríkisstjórn virðist hafa haft landsmenn að fífli miðað við hreinræktaða ályktun þingflokks VG.


mbl.is „Þetta er stöðnunarfrumvarp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Það er staðreynd, að ekki voru, né eru til, raunverulegir peningar í hagkerfi bankaræningja allra þjóða. Það er mikilvægt að almenningur allra flokka/þjóða skilji þá staðreynd.

Nú reynir á heilbrigðan siðferðisþroskann í þjóðarsálinni/þjóðarsálunum.

Hvar skyldu seðlabankarnir og kauphallirnar hafna í siðferðismatinu lífsnauðsynlega og mannúðlega?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2013 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband