Er verndun Gálgahrauns hættuleg fyrir Garðabæ?

Ég fæ ómögulega skilið hvers vegna ekki er hægt að koma til móts við okkur sem viljum vernda Gálgahraun. Rökin fyrir vernduninni eru óumdeilanlega mikilvæg og alls ekki að krafist sé einhvers sem ómögulegt er að verða við. Þetta er bara spurning um eitt; hvort stjórnvöld ætli að starf með fólkinu í landinu eða vinna gegn því?

Bæjarstjórn Garðabæjar hefði verið í lófa lagið að gera breytingar á skipulagi sínu og komast þannig hjá tvennu. Í fyrsta lagi að valda óafturkræfum skaða á Gálgahrauni og í öðru lagi að láta skerast í odda með þeim sem vilja vernda hrauni.

Nei, í stað þess er ruðst áfram með jarðýtum og stórvirkum vinnuvélum og látið sem að sjónarmið verndunarsinna séu vond og hreinlega hættuleg fyrir Garðabæ og Álftanes. Þetta er svo vitlaust sem mest má vera. Þessi sjónarmið gera þessi bæjarfélög einungis betri og fallegri. Er hægt að bjóða betur?

Ég er aðeins einfaldur og áhrifalaus Sjálfstæðismaður en mér gremst verulega framkoma bæjarstjórnarinnar og skil hana alls ekki. Það er síst af öllu stefna Sjálfstæðisflokksins að berjast gegn almenningi heldur vinna með sem flestum sjónarmiðum og reyna að leiða mál þannig til lykta að allir geti vel við unað. En að stefna málum í óefni er einfaldlega rugl, stappar nærri því að vera skepnuskapur. 

Getur verið að fallegt landslag sé óþarfi í skipulagi sveitarfélags? Hvað þarf til að bæjarstjórnin skipti um skoðun? 


mbl.is Hraunvinir við gröfur ÍAV í Gálgahrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

".. hvort stjórnvöld ætli að starf [a] með fólkinu í landinu eða vinna gegn því?... segir þú.

Þú sem sagt telur að örfáir einstaklingar sé "fólkið í landinu"?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.9.2013 kl. 16:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Gunnar, það tel ég ekki. Hins vegar er endalaust hægt að fara út í hártoganir um svona efni. Mér finnst þó alltaf farsælast að leitast við að sætta viðhorf, leita þeirra lausna sem duga fyrir land og þjóð. Gallinn er oft sá að menn verða í stjórnunarstöðum hjá ríki og sveitarfélögum oft helst til einstrengingslegir. Það sáum við gjörla hjá síðustu ríkisstjórn í landinu sem er hrottalegt víti til varnaðar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.9.2013 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband