Jarma skal me ess bé í réttunum

Þeir eru enn til sem kunna að rita snjallan texa, jafnvel í ljóðaformi. Helgi Kristjánsson frá Ólafsvík ritar grein um réttir og mörk í Mogganum í morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort fjármörk hafi sál ... og nefnir draumamörk, huldumörk.

Moggabloggið er svo stirt að það gefur eiginlega enga möguleika á að birta ljóð en ekki er annað í boði og hér er það sem Helgi segir í lok greinar sinnar:

Menn voru að forðast óveður. Vonandi gerist það ekki oftar, né heldur að réttað verði með öðrum þvinguðum hætti eins og fram kemur í lýsingu á hugsanlegri komu í réttina í sveitinni: 

Sæludalsrétt
er troðfyllt
af fénaði
og mannskap
í trássi
við reglugerðirnar
Bjössi á Hól
og nafni hans
á mjólkurbílnum
spangóla hástöfum
nú er hlátur
nývakinn
réttarstjórinn
er á nálum
hann sér bíl
frá eftirlitinu
Gamlasvört
kallar á lömbin
me me
glætan
jarma skal

me ess bé

í réttunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband