Ég mun svara ykkur með brosi

Bréf

Í gær varð sá gleðilegi atburður að ég sá í fyrsta skipti dótturdóttur mína sem er núna þriggja mánaða gömul. Heiðrún Sjöfn, dóttir mín, og sambýlismaður hennar Sigmar Ó. Kárason, hafa undanfarin tíu ár verið búsett í Noregi. Þau komu heim í vikunni í þeim stóra tilgangi að skíra dótturina.

Auðvitað verður maður á svona merkisfundi tilfinninganæmur og jafnvel meyr. Hvað um það, maður jafnar sig fljótt, ber höfuðið hátt, strýkur laumulega um augnkróka, en segir aðspurður að eitthvað hafi bara hrokkið í augað.

Svo las ég í Morgunblaðinu í morgun „grein“ eftir Miako Þórðarson, prest, en hún birtir einstaklega fallegt ljóð frá Brasílíu í þýðingu sinni.

Það nefnist „Bréf til minna kæru barna“ og hefst svona:

Ég bið ykkur að skilja mig eins og ég verð, 
þegar ég eldist og
haga mér öðru vísi en ég var vanur.

Ég bið ykkur að gæta mín
eins og ég hef kennt ykkur,
þótt ég missi matarbita á fötin mín og
gleymi að reima skóna mína. 

Ég bið ykkur að kinka kolli og

leyfa mér að ljúka við söguna,
þótt ég segi hana aftur og aftur.

Höfundurinn er að eldast og hann biður börnin sín að verða ekki sorgbitin: „Það er ekki sorglegt, þótt ég eldist.“ 

En þá bið ég ykkur að líta uppörvandi til mín. 

Hann endar yndisfagurt og stórkostlegt ljóð með fallegu og hamingjuríku orðum:

Ég mun svara ykkur með brosi,
fyrir þá ómældu gleði að eiga ykkur og
hinn eilífa kærleika til ykkar sem mun aldrei bregðast.

Til barna minna.
Til minna kæru barna. 

IMG_0050_bSvona veltir maður fyrir sér endanleikanum í lífinu. Það er mikill auður að eiga þrjú börn og fjögur barnabörnin og vita þann dag er afinn er löngu horfinn af yfirborði jarða ríkir minningin. Rétt eins og ég man eftir foreldrum mínum og foreldrum þeirra. Þannig endurtekur lífið sig aftur og aftur og það fer ekki hjá því að afinn velti því fyrir sér að allt sé gott, framtíðin sé fögur og björt fyrir afkomendurna. Hvað skiptir meira máli er framtíðin? Í raun og sann eigum við alltaf að vera búa í haginn fyrir henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband